Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. febrúar 2023 13:08 Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir að margt megi læra af faraldrinum. Vísir/Vilhelm Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. Veiran átti eftir að stjórna lífi landsmanna um nokkurt skeið eftir að fyrsta smitið kom upp. Á þessum þremur árum hafa 209 þúsund greinst með staðfest smit eða meira en helmingur landsmanna. Þórólfur Guðnason segir að hann hafi í upphafi talið að faraldurinn myndi hraðar yfir. „Ég held að það sé óhætt að segja það að maður gerði nú ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma og hvernig atburðarásin yrði í sjálfu sér og í byrjun þá hélt maður að þetta myndi kannski taka einhverja mánuði í mesta lagi eins og faraldrar gera nú oft en raunin var nú önnur. Að vísu vissum við að eftir því sem okkur tækist að bæla faraldurinn niður og halda veirunni frá samfélaginu þá myndi þetta taka lengri tíma en ég held að það sé óhætt að segja það að við gerðum ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma.“ Í heildina hafa 250 manns látist vegna veirunnar, lang flestir í fyrra eða 211 talsins. Flest smit á einum degi greindust þann 25. febrúar árið 2022 þegar 4.862 manns greindust smitaðir. Þórólfur segir margt standa upp úr frá þessum tíma. „Það að við þyrftum að grípa til svona hastarlegra aðgerða. Hvað þetta var mikið álag fyrir heilbrigðiskerfið, spítalana sérstaklega og álag og erfiður sjúkdómur fyrir mjög marga var náttúrulega gríðarlega mikið.“ Hann segir nú mikilvægt að draga lærdóm af faraldrinum. „Það þarf að fara ofan í hann mjög gaumgæfilega og skoða hvernig okkur tókst til. Hvað hefðum við getað gert betur. Hvað tókst vel. Bara til þess að við getum lært af því og brugðist þá betur við þegar að næsti faraldur kemur því að við munum á einhverjum tímapunkti fá annan faraldur. Hvort að hann verður svona eða einhvern veginn öðruvísi það er svo sem ekki vitað en það er margt sem við getum lært af þessum faraldri.“ Þórólfur lét af störfum í september síðastliðnum eftir að hafa starfað hjá Landlæknisembættinu í tuttugu ár en hann verður sjötugur á þessu ári. „Lífið er bara gott eins og alltaf og jafnvel fyrir faraldurinn og jafnvel meðan á honum stóð þá voru ákveðnir hlutir sem að gengu vel. Ég er bara mjög sáttur við minn hlut í þessu og horfi björtum augum á framtíðina.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41 Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Veiran átti eftir að stjórna lífi landsmanna um nokkurt skeið eftir að fyrsta smitið kom upp. Á þessum þremur árum hafa 209 þúsund greinst með staðfest smit eða meira en helmingur landsmanna. Þórólfur Guðnason segir að hann hafi í upphafi talið að faraldurinn myndi hraðar yfir. „Ég held að það sé óhætt að segja það að maður gerði nú ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma og hvernig atburðarásin yrði í sjálfu sér og í byrjun þá hélt maður að þetta myndi kannski taka einhverja mánuði í mesta lagi eins og faraldrar gera nú oft en raunin var nú önnur. Að vísu vissum við að eftir því sem okkur tækist að bæla faraldurinn niður og halda veirunni frá samfélaginu þá myndi þetta taka lengri tíma en ég held að það sé óhætt að segja það að við gerðum ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma.“ Í heildina hafa 250 manns látist vegna veirunnar, lang flestir í fyrra eða 211 talsins. Flest smit á einum degi greindust þann 25. febrúar árið 2022 þegar 4.862 manns greindust smitaðir. Þórólfur segir margt standa upp úr frá þessum tíma. „Það að við þyrftum að grípa til svona hastarlegra aðgerða. Hvað þetta var mikið álag fyrir heilbrigðiskerfið, spítalana sérstaklega og álag og erfiður sjúkdómur fyrir mjög marga var náttúrulega gríðarlega mikið.“ Hann segir nú mikilvægt að draga lærdóm af faraldrinum. „Það þarf að fara ofan í hann mjög gaumgæfilega og skoða hvernig okkur tókst til. Hvað hefðum við getað gert betur. Hvað tókst vel. Bara til þess að við getum lært af því og brugðist þá betur við þegar að næsti faraldur kemur því að við munum á einhverjum tímapunkti fá annan faraldur. Hvort að hann verður svona eða einhvern veginn öðruvísi það er svo sem ekki vitað en það er margt sem við getum lært af þessum faraldri.“ Þórólfur lét af störfum í september síðastliðnum eftir að hafa starfað hjá Landlæknisembættinu í tuttugu ár en hann verður sjötugur á þessu ári. „Lífið er bara gott eins og alltaf og jafnvel fyrir faraldurinn og jafnvel meðan á honum stóð þá voru ákveðnir hlutir sem að gengu vel. Ég er bara mjög sáttur við minn hlut í þessu og horfi björtum augum á framtíðina.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41 Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41
Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05