Guardiola skaut á United: „Af því að þeir eyddu ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 09:31 Erik ten Hag hefur nú fært Manchester United langþráðan titil en Pep Guardiola segist hafa búist við meira af United síðustu ár. Getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, baunaði létt á erkifjendur City í Manchester United þegar hann var spurður út í fyrsta titil United í sex ár. Grínaðist hann með að titlaþurrðin væri vegna þess að félagið eyddi svo litlu í leikmannakaup. Manchester United vann Newcastle á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins og landaði þar með sínum fyrsta titli undir stjórn Hollendingsins Eriks ten Hag. Á þeim sex árum sem liðu á milli titla hjá United hefur Guardiola rakað inn titlum hjá City en frá því að hann tók við liðinu árið 2016 hefur það orðið enskur meistari fjórum sinnum, bikarmeistari einu sinni og deildabikarmeistari fjórum sinnum. Framtíð City er hins vegar í ákveðinni óvissu eftir að enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrr í þessum mánuði, fyrir að brjóta yfir hundrað sinnum reglur um fjárhagslegt aðhald á árunum 2009-2018. Sú staðreynd gæti hafa verið í huga Guardiola þegar hann skaut á United sem hefur síst eytt minna í leikmenn en City á undanförnum árum. The Guardian segir að á síðustu fimm árum hafi United eytt 685 milljónum punda í leikmenn en City 660 milljónum, og að þegar sölutekjur séu teknar inn í dæmið hafi United eytt 527 milljónum punda en City aðeins 162 milljónum. „Hélt að United yrði alltaf þarna“ Guardiola var spurður að því hvort að sigur United á sunnudag þýddi að United væri aftur orðið að „afli“ í enskum fótbolta. „Fyrr eða síðar ætti það að gerast, ekki satt? Það ætti að gerast,“ sagði Guardiola og var aftur spurður hvort að United væri „mætt aftur“. Þá svaraði hann brosandi: „Ef að þeir eyða aðeins meiri peningum, já. Þetta er út af því að þeir eyddu ekki, ekki satt? Þetta er eðlilegt. Þeir eru í þeirri stöðu sem þeir ættu vanalega að vera í. Staðreyndin er að tvö lið, Liverpool og við, hafa verið með ótrúlega tölfræði.“ "Yeah if they spend a little bit more money" Pep Guardiola jokes about Manchester United's spending pic.twitter.com/qKfepqXAEA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 28, 2023 Guardiola gæti enn bætt þremur titlum í safnið á þessari leiktíð en City sækir Bristol City heim í enska bikarnum í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Árangur hans hjá félaginu hefur komið United í skugga sem stuðningsmenn rauða liðsins vonast til þess að liðið sé nú að losna undan. „Þegar ég kom hingað þá hélt ég að United yrði alltaf þarna, vegna sögu félagsins og alls annars. Erik er að gera ótrúlega hluti. Og leikmennirnir, maður sér hvernig þeir leggja allt í sölurnar og reyna að gera þetta allir saman. Þegar maður hefur verið án titils í fimm eða sex ár [þá þarf maður þetta],“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Manchester United vann Newcastle á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins og landaði þar með sínum fyrsta titli undir stjórn Hollendingsins Eriks ten Hag. Á þeim sex árum sem liðu á milli titla hjá United hefur Guardiola rakað inn titlum hjá City en frá því að hann tók við liðinu árið 2016 hefur það orðið enskur meistari fjórum sinnum, bikarmeistari einu sinni og deildabikarmeistari fjórum sinnum. Framtíð City er hins vegar í ákveðinni óvissu eftir að enska úrvalsdeildin kærði félagið fyrr í þessum mánuði, fyrir að brjóta yfir hundrað sinnum reglur um fjárhagslegt aðhald á árunum 2009-2018. Sú staðreynd gæti hafa verið í huga Guardiola þegar hann skaut á United sem hefur síst eytt minna í leikmenn en City á undanförnum árum. The Guardian segir að á síðustu fimm árum hafi United eytt 685 milljónum punda í leikmenn en City 660 milljónum, og að þegar sölutekjur séu teknar inn í dæmið hafi United eytt 527 milljónum punda en City aðeins 162 milljónum. „Hélt að United yrði alltaf þarna“ Guardiola var spurður að því hvort að sigur United á sunnudag þýddi að United væri aftur orðið að „afli“ í enskum fótbolta. „Fyrr eða síðar ætti það að gerast, ekki satt? Það ætti að gerast,“ sagði Guardiola og var aftur spurður hvort að United væri „mætt aftur“. Þá svaraði hann brosandi: „Ef að þeir eyða aðeins meiri peningum, já. Þetta er út af því að þeir eyddu ekki, ekki satt? Þetta er eðlilegt. Þeir eru í þeirri stöðu sem þeir ættu vanalega að vera í. Staðreyndin er að tvö lið, Liverpool og við, hafa verið með ótrúlega tölfræði.“ "Yeah if they spend a little bit more money" Pep Guardiola jokes about Manchester United's spending pic.twitter.com/qKfepqXAEA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 28, 2023 Guardiola gæti enn bætt þremur titlum í safnið á þessari leiktíð en City sækir Bristol City heim í enska bikarnum í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Árangur hans hjá félaginu hefur komið United í skugga sem stuðningsmenn rauða liðsins vonast til þess að liðið sé nú að losna undan. „Þegar ég kom hingað þá hélt ég að United yrði alltaf þarna, vegna sögu félagsins og alls annars. Erik er að gera ótrúlega hluti. Og leikmennirnir, maður sér hvernig þeir leggja allt í sölurnar og reyna að gera þetta allir saman. Þegar maður hefur verið án titils í fimm eða sex ár [þá þarf maður þetta],“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira