Þá hefur Jean-Michel Aulas, forseti stórveldisins Lyon, gefið til kynna að þjálfarinn eigi að segja starfi sínu lausu.
Um liðna helgi tilkynnti miðvörðurinn og fyrirliðinn Wendie Renard að hún yrði ekki með liðinu á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. Síðan þá hafa fleiri leikmenn tekið sömu ákvörðun.
Nú hefur fréttaveitan Reuters greint frá því að Diacre muni segja starfi sínu lausu á morgun, þriðjudag. og Mun Le Graët gera slíkt hið sama samkvæmt frétt Reuters. Le Graët hefur verið duglegur að koma sér í vandræði að undanförnu.
Hann steig tímabundið til hliðar fyrr á þessu ári eftir að hafa móðgað Zinedine Zidane, einn færasta leikmann sem Frakkland hefur alið. Þá hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni í starfi.
Le Graët hefur verið í starfi síðan 2011 og Diacre frá 2017. Samningur hennar rennur út á næsta ári.
