Nánast uppselt á ferna tónleika þrátt fyrir engar auglýsingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 17:28 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun halda ferna tónleika í Háskólabíó 10. og 11. mars. Ingó segir 3700 af 4000 miðum selda sem er athyglisvert þar sem tónleikarnir hafa hvergi verið auglýstir. Hann er gífurlega spenntur fyrir tónleikunum þar sem gleði og skemmtun verður allsráðandi að hans sögn. Um er að ræða tvenna tónleika sem fara fram í stóra salnum í Háskólabíó, klukkan 19:30 og 22:00 á föstudags- og laugardagskvöldi. Í samtali við Vísi segir Ingó tónleika sérstaka enda sé þetta í fyrsta sinn sem hann haldi tónleika sjálfur, en hingað til hafi hann aðeins komið fram á hátíðum, böllum og á einkasamkvæmum. Ingó hefur selt miða á tónleikana í gegnum Facebook. Selur miða í gegnum Facebook Ingó segist hafa ákveðið að auglýsa hvergi tónleikana heldur sjá alfarið sjálfur um miðasöluna. Hún hafi gengið vel. Aðeins 300 miðar af 4000 séu nú eftir og stefnir allt í að það verði uppselt. Aðspurður hvernig áhugasamir geti nálgast miða segir Ingó að best sé að senda sér skilaboð á Facebook. Hann geti sent miðana í pósti. Hann segir þó suma hafa komið við hjá sér, náð í miðana og fengið sér kaffibolla. Allur fókus á gleði og skemmtun Ingó hefur ekki komið mikið fram opinberlega síðustu tvö ár eftir að margvíslegar ásakanir um kynferðisofbeldi og áreitni voru settar fram á hendur honum. Hann hefur vísað ásökunum á bug og sagt þær ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ingó hefur, þrátt fyrir erfiða tíma undanfarið, góða tilfinningu fyrir tónleikunum og segist ekki kvíða neinu. Hann segist ekki hafa orðið var við neina gagnrýni heldur aðeins fengið góð viðbrögð, líkt og miðasalan staðfestir. Hljómsveitin sem verður á sviðinu með Ingó þekkja margir úr þáttunum Í kvöld er gigg sem sýndir voru á Stöð 2. „Fernir tónleikar, flott hljómsveit, flottur salur. Þetta verður gleði og skemmtun og allur fókus á það og ekkert annað,“ segir Ingó. Mál Ingólfs Þórarinssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Um er að ræða tvenna tónleika sem fara fram í stóra salnum í Háskólabíó, klukkan 19:30 og 22:00 á föstudags- og laugardagskvöldi. Í samtali við Vísi segir Ingó tónleika sérstaka enda sé þetta í fyrsta sinn sem hann haldi tónleika sjálfur, en hingað til hafi hann aðeins komið fram á hátíðum, böllum og á einkasamkvæmum. Ingó hefur selt miða á tónleikana í gegnum Facebook. Selur miða í gegnum Facebook Ingó segist hafa ákveðið að auglýsa hvergi tónleikana heldur sjá alfarið sjálfur um miðasöluna. Hún hafi gengið vel. Aðeins 300 miðar af 4000 séu nú eftir og stefnir allt í að það verði uppselt. Aðspurður hvernig áhugasamir geti nálgast miða segir Ingó að best sé að senda sér skilaboð á Facebook. Hann geti sent miðana í pósti. Hann segir þó suma hafa komið við hjá sér, náð í miðana og fengið sér kaffibolla. Allur fókus á gleði og skemmtun Ingó hefur ekki komið mikið fram opinberlega síðustu tvö ár eftir að margvíslegar ásakanir um kynferðisofbeldi og áreitni voru settar fram á hendur honum. Hann hefur vísað ásökunum á bug og sagt þær ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ingó hefur, þrátt fyrir erfiða tíma undanfarið, góða tilfinningu fyrir tónleikunum og segist ekki kvíða neinu. Hann segist ekki hafa orðið var við neina gagnrýni heldur aðeins fengið góð viðbrögð, líkt og miðasalan staðfestir. Hljómsveitin sem verður á sviðinu með Ingó þekkja margir úr þáttunum Í kvöld er gigg sem sýndir voru á Stöð 2. „Fernir tónleikar, flott hljómsveit, flottur salur. Þetta verður gleði og skemmtun og allur fókus á það og ekkert annað,“ segir Ingó.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira