Bannað að leigja ferðamönnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2023 16:30 Graca-hverfið í Lissabon. Útleiga íbúða til ferðamanna hefur lamað miðborgarkjarna margra stórborga á Íberíuskaganum og nú hafa stjórnvöld margra borga blásið til gagnsóknar til að laða innfædda inn í borgirnar á ný. Jorge Mantilla/Getty Images Fasteignaverð í Portúgal er í hæstu hæðum og láglaunafólk hefur ekki lengur ráð á þaki yfir höfuðið. Meirihlutastjórn sósíalista hefur kynnt róttækar aðgerðir til að snúa þessari þróun við. Auðar íbúðir verða teknar traustataki, leiguþak verður sett á og bannað verður að leigja húsnæði út til ferðamanna. Húsnæðisskortinum í Portúgal má nánast líkja við neyðarástand. Fasteignaverð í höfuðborginni, Lissabon, er nú hærra en í stórborgum á borð við Mílanó, Madrid eða Barcelona, þrátt fyrir að meðallaun þar séu talsvert lægri. Sama má segja um leiguverð. Ráðist að vandanum Ástandið hefur verið slæmt og farið stigversnandi um margra ára skeið, en nú hefur ríkisstjórn sósíalista undir forsæti António Costa ákveðið að láta sverfa til stáls og hefur kynnt margþættar aðgerðir sem ætlað er að lækka fasteigna- og leiguverð í landinu. Umdeildasta aðgerðin er að heimila að auðar íbúðir verði leigðar út, að eigandanum forspurðum. Í landinu eru nú hvorki fleiri né færri en 723.215 auðar íbúðir. Tillögurnar fela í sér að ríkið tekur að sér að leigja þær til fimm ára, sett verður leiguþak þannig að leigjendur greiða aldrei meira en 35% af ráðstöfunartekjum sínum og íbúðareigandinn fær peningana. Þak sett á leiguverð Enn fremur verður sett þak á leiguverð nýrra íbúða, sem ekki hefur verið til staðar síðan 1985 þegar það var gefið frjálst. Nú verður bannað að hækka leiguverð umfram launa- og verðbólguþróun. Forsætisráðherrann segir að verið sé að leita jafnvægis á milli þarfa almennings og hagþróunar í landinu. Þá verða nýjar íbúðir til útleigu til erlendra ferðamanna bannaðar. Útleiga til ferðamanna á stóran þátt í að fasteignaverð hefur hækkað svo gríðarlega í landinu, en nú eru rúmlega 100.000 íbúðir í Portúgal skráðar sem leiguíbúðir fyrir erlenda ferðamenn. Dregið úr útleigu til ferðamanna En það er víðar en í Portúgal sem gripið er til aðgerða gegn útleigu íbúða til ferðamanna. Dómstóll á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi úrskurðaði á dögunum að hér eftir yrði óheimilt að leigja út íbúðir í fjölbýlishúsum til ferðamanna. Eingöngu má nú leigja út rað- eða einbýlishús til ferðamanna. Þar hefur orðið svo mikil sprenging á leigumarkaðnum til ferðamanna að almennt leiguverð á eyjunni er orðið með því hæsta sem gerist á gjörvöllum Spáni. Fyrir vikið er nú alvarlegur skortur á kennurum og heilbrigðisstarfsfólki á Mallorca, þar sem það ræður ekki við að leigja sér venjulegar íbúðir á uppsprengdu verði. Portúgal Spánn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Sjá meira
Húsnæðisskortinum í Portúgal má nánast líkja við neyðarástand. Fasteignaverð í höfuðborginni, Lissabon, er nú hærra en í stórborgum á borð við Mílanó, Madrid eða Barcelona, þrátt fyrir að meðallaun þar séu talsvert lægri. Sama má segja um leiguverð. Ráðist að vandanum Ástandið hefur verið slæmt og farið stigversnandi um margra ára skeið, en nú hefur ríkisstjórn sósíalista undir forsæti António Costa ákveðið að láta sverfa til stáls og hefur kynnt margþættar aðgerðir sem ætlað er að lækka fasteigna- og leiguverð í landinu. Umdeildasta aðgerðin er að heimila að auðar íbúðir verði leigðar út, að eigandanum forspurðum. Í landinu eru nú hvorki fleiri né færri en 723.215 auðar íbúðir. Tillögurnar fela í sér að ríkið tekur að sér að leigja þær til fimm ára, sett verður leiguþak þannig að leigjendur greiða aldrei meira en 35% af ráðstöfunartekjum sínum og íbúðareigandinn fær peningana. Þak sett á leiguverð Enn fremur verður sett þak á leiguverð nýrra íbúða, sem ekki hefur verið til staðar síðan 1985 þegar það var gefið frjálst. Nú verður bannað að hækka leiguverð umfram launa- og verðbólguþróun. Forsætisráðherrann segir að verið sé að leita jafnvægis á milli þarfa almennings og hagþróunar í landinu. Þá verða nýjar íbúðir til útleigu til erlendra ferðamanna bannaðar. Útleiga til ferðamanna á stóran þátt í að fasteignaverð hefur hækkað svo gríðarlega í landinu, en nú eru rúmlega 100.000 íbúðir í Portúgal skráðar sem leiguíbúðir fyrir erlenda ferðamenn. Dregið úr útleigu til ferðamanna En það er víðar en í Portúgal sem gripið er til aðgerða gegn útleigu íbúða til ferðamanna. Dómstóll á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi úrskurðaði á dögunum að hér eftir yrði óheimilt að leigja út íbúðir í fjölbýlishúsum til ferðamanna. Eingöngu má nú leigja út rað- eða einbýlishús til ferðamanna. Þar hefur orðið svo mikil sprenging á leigumarkaðnum til ferðamanna að almennt leiguverð á eyjunni er orðið með því hæsta sem gerist á gjörvöllum Spáni. Fyrir vikið er nú alvarlegur skortur á kennurum og heilbrigðisstarfsfólki á Mallorca, þar sem það ræður ekki við að leigja sér venjulegar íbúðir á uppsprengdu verði.
Portúgal Spánn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Sjá meira