Bannað að leigja ferðamönnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2023 16:30 Graca-hverfið í Lissabon. Útleiga íbúða til ferðamanna hefur lamað miðborgarkjarna margra stórborga á Íberíuskaganum og nú hafa stjórnvöld margra borga blásið til gagnsóknar til að laða innfædda inn í borgirnar á ný. Jorge Mantilla/Getty Images Fasteignaverð í Portúgal er í hæstu hæðum og láglaunafólk hefur ekki lengur ráð á þaki yfir höfuðið. Meirihlutastjórn sósíalista hefur kynnt róttækar aðgerðir til að snúa þessari þróun við. Auðar íbúðir verða teknar traustataki, leiguþak verður sett á og bannað verður að leigja húsnæði út til ferðamanna. Húsnæðisskortinum í Portúgal má nánast líkja við neyðarástand. Fasteignaverð í höfuðborginni, Lissabon, er nú hærra en í stórborgum á borð við Mílanó, Madrid eða Barcelona, þrátt fyrir að meðallaun þar séu talsvert lægri. Sama má segja um leiguverð. Ráðist að vandanum Ástandið hefur verið slæmt og farið stigversnandi um margra ára skeið, en nú hefur ríkisstjórn sósíalista undir forsæti António Costa ákveðið að láta sverfa til stáls og hefur kynnt margþættar aðgerðir sem ætlað er að lækka fasteigna- og leiguverð í landinu. Umdeildasta aðgerðin er að heimila að auðar íbúðir verði leigðar út, að eigandanum forspurðum. Í landinu eru nú hvorki fleiri né færri en 723.215 auðar íbúðir. Tillögurnar fela í sér að ríkið tekur að sér að leigja þær til fimm ára, sett verður leiguþak þannig að leigjendur greiða aldrei meira en 35% af ráðstöfunartekjum sínum og íbúðareigandinn fær peningana. Þak sett á leiguverð Enn fremur verður sett þak á leiguverð nýrra íbúða, sem ekki hefur verið til staðar síðan 1985 þegar það var gefið frjálst. Nú verður bannað að hækka leiguverð umfram launa- og verðbólguþróun. Forsætisráðherrann segir að verið sé að leita jafnvægis á milli þarfa almennings og hagþróunar í landinu. Þá verða nýjar íbúðir til útleigu til erlendra ferðamanna bannaðar. Útleiga til ferðamanna á stóran þátt í að fasteignaverð hefur hækkað svo gríðarlega í landinu, en nú eru rúmlega 100.000 íbúðir í Portúgal skráðar sem leiguíbúðir fyrir erlenda ferðamenn. Dregið úr útleigu til ferðamanna En það er víðar en í Portúgal sem gripið er til aðgerða gegn útleigu íbúða til ferðamanna. Dómstóll á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi úrskurðaði á dögunum að hér eftir yrði óheimilt að leigja út íbúðir í fjölbýlishúsum til ferðamanna. Eingöngu má nú leigja út rað- eða einbýlishús til ferðamanna. Þar hefur orðið svo mikil sprenging á leigumarkaðnum til ferðamanna að almennt leiguverð á eyjunni er orðið með því hæsta sem gerist á gjörvöllum Spáni. Fyrir vikið er nú alvarlegur skortur á kennurum og heilbrigðisstarfsfólki á Mallorca, þar sem það ræður ekki við að leigja sér venjulegar íbúðir á uppsprengdu verði. Portúgal Spánn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Húsnæðisskortinum í Portúgal má nánast líkja við neyðarástand. Fasteignaverð í höfuðborginni, Lissabon, er nú hærra en í stórborgum á borð við Mílanó, Madrid eða Barcelona, þrátt fyrir að meðallaun þar séu talsvert lægri. Sama má segja um leiguverð. Ráðist að vandanum Ástandið hefur verið slæmt og farið stigversnandi um margra ára skeið, en nú hefur ríkisstjórn sósíalista undir forsæti António Costa ákveðið að láta sverfa til stáls og hefur kynnt margþættar aðgerðir sem ætlað er að lækka fasteigna- og leiguverð í landinu. Umdeildasta aðgerðin er að heimila að auðar íbúðir verði leigðar út, að eigandanum forspurðum. Í landinu eru nú hvorki fleiri né færri en 723.215 auðar íbúðir. Tillögurnar fela í sér að ríkið tekur að sér að leigja þær til fimm ára, sett verður leiguþak þannig að leigjendur greiða aldrei meira en 35% af ráðstöfunartekjum sínum og íbúðareigandinn fær peningana. Þak sett á leiguverð Enn fremur verður sett þak á leiguverð nýrra íbúða, sem ekki hefur verið til staðar síðan 1985 þegar það var gefið frjálst. Nú verður bannað að hækka leiguverð umfram launa- og verðbólguþróun. Forsætisráðherrann segir að verið sé að leita jafnvægis á milli þarfa almennings og hagþróunar í landinu. Þá verða nýjar íbúðir til útleigu til erlendra ferðamanna bannaðar. Útleiga til ferðamanna á stóran þátt í að fasteignaverð hefur hækkað svo gríðarlega í landinu, en nú eru rúmlega 100.000 íbúðir í Portúgal skráðar sem leiguíbúðir fyrir erlenda ferðamenn. Dregið úr útleigu til ferðamanna En það er víðar en í Portúgal sem gripið er til aðgerða gegn útleigu íbúða til ferðamanna. Dómstóll á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi úrskurðaði á dögunum að hér eftir yrði óheimilt að leigja út íbúðir í fjölbýlishúsum til ferðamanna. Eingöngu má nú leigja út rað- eða einbýlishús til ferðamanna. Þar hefur orðið svo mikil sprenging á leigumarkaðnum til ferðamanna að almennt leiguverð á eyjunni er orðið með því hæsta sem gerist á gjörvöllum Spáni. Fyrir vikið er nú alvarlegur skortur á kennurum og heilbrigðisstarfsfólki á Mallorca, þar sem það ræður ekki við að leigja sér venjulegar íbúðir á uppsprengdu verði.
Portúgal Spánn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira