Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 10:32 Scott Adams, skapari Dilberts, hefur brennt margar brýr að baki sér með sífellt vanstilltari yfirlýsingum á samfélagsmiðlum að undanförnu. Vísir/Getty Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. Örsögurnar um Dilbert, lífsleiðan skrifstofumann og vanhæfa yfirmenn hans, hafa birst á blaðsíðum dagblaða víða um heim allt frá því á 10. áratug síðustu aldar. Scott Adams, höfundur Dilberts, hefur vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar undanfarin ár. Hann afneitar meðal annars loftslagsvísindum og fer með fleipur um kórónuveirufaraldurinn. Steinn tók þó úr þegar Adams jós úr skálum reiði sinnar yfir blökkumenn í þætti sem hann heldur úti á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar varaði hann hvítt fólk við því að vera nærri svörtu fólki. Tilefni reiði Adams voru svör fólks við spurningunni hvort það teldi það „í lagi“ að vera hvítur í nýlegri skoðanakönnun. Rúm sjötíu prósent svöruðu spurningunni játandi, þar á meðal 53 prósent svartra svarenda. Hins vegar sögðust 22 prósent svarenda ósammála. Hlutfallið var örlítið hærra á meðal svartra svarenda, 26 prósent. Adams virðist annað hvort hafa misskilið eða vísvitandi rangtúlkað niðurstöðurnar því hann fullyrti að nærri því helmingi blökkumanna væri illa við hvítt fólk samkvæmt könnuninni. „Það er haturshópur og ég vil ekki hafa neitt mað þau að gera. Bestu ráð sem ég gæti gefið hvítu fólki er að halda sig frá svörtu fólki,“ sagði Adams. Sjálfur sagðist hann hafa komist af með því að búa í hverfi þar sem fáir blökkumenn búa. Adams er búsettur nærri San Francisco í Kaliforníu, að sögn staðarblaðsins San Francisco Chronicle sem sjálft hætti að birta Dilbert í haust. "Scott Adams, creator of the Dilbert comic strip, went on a racist rant this week on his Coffee with Scott Adams online video show, and we will no longer carry his comic strip in The Plain Dealer," writes Chris Quinn. "This is not a difficult decision." https://t.co/tF7tN9SrXc— clevelanddotcom (@clevelanddotcom) February 24, 2023 Svört persóna til að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og hinsegin fólki Rasíska myndbandið varð til þess að Gannet, útgáfufyrirtæki hundruð staðarfjölmiðla í Bandaríkjanunum og USA Today, tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði ekki lengur að birta Dilbert á síðu dagblaða sinna. Áður hafði annar útgefandi staðarblaða, Advance Local, ákveðið að gera slíkt það sama. „Við erum ekki heimili fyrir þá sem aðhyllast kynþáttahatur,“ sagði í leiðara The Plain Dealer í Cleveland sem Advance Local gefur út. Ákvörðunin um að úthýsa Dilberti hafi ekki verið erfið. Sjötíu og sjö dagblöð útgefandans Lee Enterprises hætti að birta Dilbert í fyrra í kjölfar þess að Adams bætti við svartri persónu í söguna í fyrsta skipti. Þá persónu notaði hann hins vegar aðeins til þess að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og að hinsegin fólki, að sögn The Daily Beast. Bandaríkin Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
Örsögurnar um Dilbert, lífsleiðan skrifstofumann og vanhæfa yfirmenn hans, hafa birst á blaðsíðum dagblaða víða um heim allt frá því á 10. áratug síðustu aldar. Scott Adams, höfundur Dilberts, hefur vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar undanfarin ár. Hann afneitar meðal annars loftslagsvísindum og fer með fleipur um kórónuveirufaraldurinn. Steinn tók þó úr þegar Adams jós úr skálum reiði sinnar yfir blökkumenn í þætti sem hann heldur úti á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar varaði hann hvítt fólk við því að vera nærri svörtu fólki. Tilefni reiði Adams voru svör fólks við spurningunni hvort það teldi það „í lagi“ að vera hvítur í nýlegri skoðanakönnun. Rúm sjötíu prósent svöruðu spurningunni játandi, þar á meðal 53 prósent svartra svarenda. Hins vegar sögðust 22 prósent svarenda ósammála. Hlutfallið var örlítið hærra á meðal svartra svarenda, 26 prósent. Adams virðist annað hvort hafa misskilið eða vísvitandi rangtúlkað niðurstöðurnar því hann fullyrti að nærri því helmingi blökkumanna væri illa við hvítt fólk samkvæmt könnuninni. „Það er haturshópur og ég vil ekki hafa neitt mað þau að gera. Bestu ráð sem ég gæti gefið hvítu fólki er að halda sig frá svörtu fólki,“ sagði Adams. Sjálfur sagðist hann hafa komist af með því að búa í hverfi þar sem fáir blökkumenn búa. Adams er búsettur nærri San Francisco í Kaliforníu, að sögn staðarblaðsins San Francisco Chronicle sem sjálft hætti að birta Dilbert í haust. "Scott Adams, creator of the Dilbert comic strip, went on a racist rant this week on his Coffee with Scott Adams online video show, and we will no longer carry his comic strip in The Plain Dealer," writes Chris Quinn. "This is not a difficult decision." https://t.co/tF7tN9SrXc— clevelanddotcom (@clevelanddotcom) February 24, 2023 Svört persóna til að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og hinsegin fólki Rasíska myndbandið varð til þess að Gannet, útgáfufyrirtæki hundruð staðarfjölmiðla í Bandaríkjanunum og USA Today, tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði ekki lengur að birta Dilbert á síðu dagblaða sinna. Áður hafði annar útgefandi staðarblaða, Advance Local, ákveðið að gera slíkt það sama. „Við erum ekki heimili fyrir þá sem aðhyllast kynþáttahatur,“ sagði í leiðara The Plain Dealer í Cleveland sem Advance Local gefur út. Ákvörðunin um að úthýsa Dilberti hafi ekki verið erfið. Sjötíu og sjö dagblöð útgefandans Lee Enterprises hætti að birta Dilbert í fyrra í kjölfar þess að Adams bætti við svartri persónu í söguna í fyrsta skipti. Þá persónu notaði hann hins vegar aðeins til þess að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og að hinsegin fólki, að sögn The Daily Beast.
Bandaríkin Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira