Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hviður geti náð allt að 35 metrum á sekúndu í vindastrengjum við fjöll. Slíkt geti verið varasamt ökutækjum sem séu viðkvæm fyrir vindum.
Draga á úr vindi í dag en hvessa aftur norðan- og vestanlands í kvöld og nótt.
Vegagerðin varar við því að talsvert grjót hrynji annað slagið innan úr Hamarsgati á Súðavíkurhlíð. Eru vegfarendur beðnir um að aka með gát. Tekið er fram að hálkublettir séu á flestum fjallvegum en að greiðfært sé mað mestu á láglendi. Dynjandisheiði er lokuð vegna mikillar hálku á veginum.
Á Reykhólum er varað við brotholum í vegum á svæðinu og eru vegfarendur því beðnir um að aka með gát.
Horfur næsta sólarhringinn
Sunnan og suðaustan 15-23 m/s, hvassast um norðvestanvert landið, en mun hægari fyrir austan. Víða súld eða dálítil rigning, en bjartviðri norðaustanlands. Dregur úr vindi eftir hádegi, en hvessir aftur norðvestanlands í kvöld og nótt.
Suðlæg átt, 8-15 m/s og súld eða rigning öðru hvoru á morgun, en þurrt á Norður- og Austurlandi.
Hiti 3 til 10 stig, mildast nyrst.