Hamrén í vandræðum í Álaborg eftir að leikmenn kvörtuðu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 18:31 Erik Hamrén á ekki sjö dagana sæla í Álaborg um þessar mundir. Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands Erik Hamrén er í vandræðum í Danmörku en hann stýrir nú liði Álaborgar. Leikmenn liðsins hafa kvartað undan Hamrén og segja liðið spila gamaldags fótbolta. Erik Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands frá 2018 til 2020 en hann hætti með liðið eftir að hafa mistekist að koma Íslandi á Evrópumótið sem fram fór 2021. Hamrén tók við liði Álaborgar á nýjan leik í haust en hann gerði Álaborg að dönskum meisturum árið 2008. „Ég sé mig fyrir mér í þessu starfi í mörg ár. Metnaður minn, bæði fyrir sjálfan mig og félagið, er mikill og ég hlakka til að hitta starfsfólkið og leikmannahópinn. Það sem skiptir máli er að sýna góðar frammistöður og ná stöðugleika þannig að við komumst úr fallbaráttunni,“ sagði Hamrén þegar hann var ráðinn þjálfari Álaborgar í september. Lélegar æfingar, rangt leikkerfi og gamaldags fótbolti Árangur liðsins síðan hinn sænski Hamrén tók við hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur aðeins náð í þrjá sigra í tólf leikjum undir hans stjórn og samkvæmt Ekstrabladet í Danmörku hafa leikmenn nú misst trú á að Hamrén geti bjargað liðinu frá falli. Í frétt Ekstrabladet kemur fram að nokkrir af leiðtogum leikmannahóps Álaborgar hafi óskað eftir fundi með stjórnarformanninum Thomas Bælum þar sem þeir lýstu yfir óánægju með störf Hamrén. Gagnrýnin snerist um léleg gæði á æfingum, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Þá hafa leikmenn sagt við Ekstrabladet að þeir telji möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni vera hverfandi litla undir stjórn Svíans. Álaborg er sem stendur í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig en átta stig eru upp í næsta lið fyrir ofan. Liðið leikur næst gegn Íslendingaliðinu FCK á sunnudaginn í Kaupmannahöfn. Danski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Erik Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands frá 2018 til 2020 en hann hætti með liðið eftir að hafa mistekist að koma Íslandi á Evrópumótið sem fram fór 2021. Hamrén tók við liði Álaborgar á nýjan leik í haust en hann gerði Álaborg að dönskum meisturum árið 2008. „Ég sé mig fyrir mér í þessu starfi í mörg ár. Metnaður minn, bæði fyrir sjálfan mig og félagið, er mikill og ég hlakka til að hitta starfsfólkið og leikmannahópinn. Það sem skiptir máli er að sýna góðar frammistöður og ná stöðugleika þannig að við komumst úr fallbaráttunni,“ sagði Hamrén þegar hann var ráðinn þjálfari Álaborgar í september. Lélegar æfingar, rangt leikkerfi og gamaldags fótbolti Árangur liðsins síðan hinn sænski Hamrén tók við hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur aðeins náð í þrjá sigra í tólf leikjum undir hans stjórn og samkvæmt Ekstrabladet í Danmörku hafa leikmenn nú misst trú á að Hamrén geti bjargað liðinu frá falli. Í frétt Ekstrabladet kemur fram að nokkrir af leiðtogum leikmannahóps Álaborgar hafi óskað eftir fundi með stjórnarformanninum Thomas Bælum þar sem þeir lýstu yfir óánægju með störf Hamrén. Gagnrýnin snerist um léleg gæði á æfingum, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Þá hafa leikmenn sagt við Ekstrabladet að þeir telji möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni vera hverfandi litla undir stjórn Svíans. Álaborg er sem stendur í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig en átta stig eru upp í næsta lið fyrir ofan. Liðið leikur næst gegn Íslendingaliðinu FCK á sunnudaginn í Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira