Hamrén í vandræðum í Álaborg eftir að leikmenn kvörtuðu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 18:31 Erik Hamrén á ekki sjö dagana sæla í Álaborg um þessar mundir. Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands Erik Hamrén er í vandræðum í Danmörku en hann stýrir nú liði Álaborgar. Leikmenn liðsins hafa kvartað undan Hamrén og segja liðið spila gamaldags fótbolta. Erik Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands frá 2018 til 2020 en hann hætti með liðið eftir að hafa mistekist að koma Íslandi á Evrópumótið sem fram fór 2021. Hamrén tók við liði Álaborgar á nýjan leik í haust en hann gerði Álaborg að dönskum meisturum árið 2008. „Ég sé mig fyrir mér í þessu starfi í mörg ár. Metnaður minn, bæði fyrir sjálfan mig og félagið, er mikill og ég hlakka til að hitta starfsfólkið og leikmannahópinn. Það sem skiptir máli er að sýna góðar frammistöður og ná stöðugleika þannig að við komumst úr fallbaráttunni,“ sagði Hamrén þegar hann var ráðinn þjálfari Álaborgar í september. Lélegar æfingar, rangt leikkerfi og gamaldags fótbolti Árangur liðsins síðan hinn sænski Hamrén tók við hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur aðeins náð í þrjá sigra í tólf leikjum undir hans stjórn og samkvæmt Ekstrabladet í Danmörku hafa leikmenn nú misst trú á að Hamrén geti bjargað liðinu frá falli. Í frétt Ekstrabladet kemur fram að nokkrir af leiðtogum leikmannahóps Álaborgar hafi óskað eftir fundi með stjórnarformanninum Thomas Bælum þar sem þeir lýstu yfir óánægju með störf Hamrén. Gagnrýnin snerist um léleg gæði á æfingum, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Þá hafa leikmenn sagt við Ekstrabladet að þeir telji möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni vera hverfandi litla undir stjórn Svíans. Álaborg er sem stendur í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig en átta stig eru upp í næsta lið fyrir ofan. Liðið leikur næst gegn Íslendingaliðinu FCK á sunnudaginn í Kaupmannahöfn. Danski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira
Erik Hamrén var landsliðsþjálfari Íslands frá 2018 til 2020 en hann hætti með liðið eftir að hafa mistekist að koma Íslandi á Evrópumótið sem fram fór 2021. Hamrén tók við liði Álaborgar á nýjan leik í haust en hann gerði Álaborg að dönskum meisturum árið 2008. „Ég sé mig fyrir mér í þessu starfi í mörg ár. Metnaður minn, bæði fyrir sjálfan mig og félagið, er mikill og ég hlakka til að hitta starfsfólkið og leikmannahópinn. Það sem skiptir máli er að sýna góðar frammistöður og ná stöðugleika þannig að við komumst úr fallbaráttunni,“ sagði Hamrén þegar hann var ráðinn þjálfari Álaborgar í september. Lélegar æfingar, rangt leikkerfi og gamaldags fótbolti Árangur liðsins síðan hinn sænski Hamrén tók við hefur hins vegar ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur aðeins náð í þrjá sigra í tólf leikjum undir hans stjórn og samkvæmt Ekstrabladet í Danmörku hafa leikmenn nú misst trú á að Hamrén geti bjargað liðinu frá falli. Í frétt Ekstrabladet kemur fram að nokkrir af leiðtogum leikmannahóps Álaborgar hafi óskað eftir fundi með stjórnarformanninum Thomas Bælum þar sem þeir lýstu yfir óánægju með störf Hamrén. Gagnrýnin snerist um léleg gæði á æfingum, að liðið spili rangt leikkerfi og að Hamrén hafi ekki nýtt vetrarfríið nægilega vel. Einnig vilja leikmennirnir meina að taktík Hamrén sé gamaldags og henti ekki í þeirri stöðu sem liðið er í. Þá hafa leikmenn sagt við Ekstrabladet að þeir telji möguleika liðsins á að halda sæti sínu í deildinni vera hverfandi litla undir stjórn Svíans. Álaborg er sem stendur í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig en átta stig eru upp í næsta lið fyrir ofan. Liðið leikur næst gegn Íslendingaliðinu FCK á sunnudaginn í Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Sjá meira