Hefur aldrei fundið fyrir fordómum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 21:00 Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. Vísir/Stína „Ég myndi segja að það sem Íslendingar og Jamaíkumenn eiga sameiginlegt er gríðarlegt þjóðarstolt,“ segir Claudia Ashanie Wilson. Claudia kemur frá Jamaíku og er fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Í viðtali við jamaíska fréttaþáttinn Diaspora Check-in nú á dögunum ræddi Claudia meðal annars um muninn á Íslendingum og Jamaíkumönnum, jafnréttismál og reynslu sína af því að vera svartur, kvenkyns lögfræðingur á Íslandi. Claudia, sem kemur frá litlu héraði á Jamaíku, flutti til Íslands í desember árið 2001 og var að eigin sögn í leit að ást og ævintýrum. Hún bendir á Ísland að sé tífalt stærra en Jamaíka, en íbúafjöldinn er hins vegar tífalt minni. „Þar af leiðandi höfum við mikið pláss hérna.“ Sjónvarpsþættirnir The Practice átti stóran þátt í því að hún ákvað að leggja lögfræðina fyrir sig, og hún brennur fyrir mannréttindamálum. Brennur fyrir mannréttindum „Reynsla mín af því að vera innflytjandi á Íslandi hefur tvímælalaust ýtt undir að ég vil kanna þessi mál og hjálpa öðrum eins mikið og ég get, og ég er svo áköf í að veita vernd gegn óréttlæti. Þá segir Claudia að þegar kom að því að læra íslensku hafi hún farið fremur óhefðbunda leið. „Íslenska er erfitt tungumál og ég get svo sannarlega vottað það að ég er ennþá að læra það,“ segir hún og bætir við að það sé einnig stór munur á íslensku lagamáli og íslensku sem fólk talar í daglegu lífi. Þá segir Claudia að hún taki sínu hlutverki mjög alvarlega. „Það er ástæða fyrir öllu, og mér var ætlað að koma hingað. Og ég lít ekki léttvægum augum á þetta tækifæri, að vera fyrsti svarti lögfræðingurinn á Íslandi, fyrsta konan af erlendum uppruna sem öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Þar af leiðandi hefur þetta ýtt mér út í að bæta lífsgæði annarra í þessu landi.“ Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. „Og ég held að fólk sé meðvitað um það sem ég geri.“ Nafnið á lögfræðistofu hennar, Claudia and partners, er tilkomið af ástæðu. „Af því að fólk þekkir mig kannski ekki úti á götu en það þekkir vissulega nafnið mitt.“ Lögmennska Innflytjendamál Jamaíka Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Í viðtali við jamaíska fréttaþáttinn Diaspora Check-in nú á dögunum ræddi Claudia meðal annars um muninn á Íslendingum og Jamaíkumönnum, jafnréttismál og reynslu sína af því að vera svartur, kvenkyns lögfræðingur á Íslandi. Claudia, sem kemur frá litlu héraði á Jamaíku, flutti til Íslands í desember árið 2001 og var að eigin sögn í leit að ást og ævintýrum. Hún bendir á Ísland að sé tífalt stærra en Jamaíka, en íbúafjöldinn er hins vegar tífalt minni. „Þar af leiðandi höfum við mikið pláss hérna.“ Sjónvarpsþættirnir The Practice átti stóran þátt í því að hún ákvað að leggja lögfræðina fyrir sig, og hún brennur fyrir mannréttindamálum. Brennur fyrir mannréttindum „Reynsla mín af því að vera innflytjandi á Íslandi hefur tvímælalaust ýtt undir að ég vil kanna þessi mál og hjálpa öðrum eins mikið og ég get, og ég er svo áköf í að veita vernd gegn óréttlæti. Þá segir Claudia að þegar kom að því að læra íslensku hafi hún farið fremur óhefðbunda leið. „Íslenska er erfitt tungumál og ég get svo sannarlega vottað það að ég er ennþá að læra það,“ segir hún og bætir við að það sé einnig stór munur á íslensku lagamáli og íslensku sem fólk talar í daglegu lífi. Þá segir Claudia að hún taki sínu hlutverki mjög alvarlega. „Það er ástæða fyrir öllu, og mér var ætlað að koma hingað. Og ég lít ekki léttvægum augum á þetta tækifæri, að vera fyrsti svarti lögfræðingurinn á Íslandi, fyrsta konan af erlendum uppruna sem öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Þar af leiðandi hefur þetta ýtt mér út í að bæta lífsgæði annarra í þessu landi.“ Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. „Og ég held að fólk sé meðvitað um það sem ég geri.“ Nafnið á lögfræðistofu hennar, Claudia and partners, er tilkomið af ástæðu. „Af því að fólk þekkir mig kannski ekki úti á götu en það þekkir vissulega nafnið mitt.“
Lögmennska Innflytjendamál Jamaíka Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein