Mótvægisaðgerðir vegna Covid námu 450 milljörðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2023 18:01 Stjórnvöld vörðu 450 milljörðum í mótvægisaðgerðir vegna Covid. Vísir/Vilhelm Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs Covid á árunum 2020 til 2022 námu alls 450 milljörðum króna, eða 4,5 prósentum af landsframleiðslu á tímabilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með aðgerðunum hafi tekist að varðveita kaupmátt heimilanna svo innlend eftirspurn héldist sterk, auk þess að forða fjölda gjaldþrota og atvinnumissi. Hvort tveggja hafi rutt brautina fyrir kröftugan efnahagsbata sem hafist hafi árið 2021. Þetta er byggt á lokaskýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann um viðbrögð við faraldrinum, sem mörg voru kynnt fljótlega eftir upphaf hans. Aðgerðirnar hafi miðað að því að draga úr óvissu, viðhalda eftirspurn á meðan áhrifa faraldursins gætti og varðveita framleiðslugetu hagkerfisins. „Aðgerðirnar voru í megindráttum sambærilegar aðgerðum nágrannaríkja og lögðust á sveif með sterku sjálfvirku viðbragði skattkerfis og atvinnuleysisbóta. Afleiðing þessa var sú að halli hins opinbera varð sá annar mesti í lýðveldissögunni. Tölulegum fjármálareglum laga um opinber fjármál var vikið til hliðar og fjármálastefnan endurskoðuð. Góð staða ríkissjóðs, sterk erlend staða þjóðarbúsins og takmörkuð skuldsetning einkaaðila voru forsendur þess að hægt var að bregðast við af krafti án þess að lánshæfi ríkissjóðs eða gengisstöðugleika stæði ógn af hallarekstri og skuldaaukningu ríkissjóðs,“ segir í tilkynningunni. Fjármunum forgangsraðað Þá kemur fram að 320 af þeim 450 milljörðum sem runnu í mótvægisaðgerðirnar hafi haft bein áhrif á afkomu ríkissjóðs, hvort sem var í formi útgjaldaauka eða minni skattheimtu. Aðrar aðgerðir sem ekki hafi komið fram með beinum hætti hafi þó einnig verið umfangsmiklar. Þar hafi verið um að ræða skattfrestanir, ríkistryggð lán, ábyrgðir og heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Fjármunum hafi verið forgangsraðað til heilbrigðisimála á meðan stuðningi við atvinnulíf og heimili hafi verið ætlað að bregðast við sértækum vanda þeirra sem urðu fyrir mestum efnahagsáhrifum vegna faraldursins. „Á tímabili faraldursins jókst kaupmáttur allra tekjuhópa en mest var aukningin hjá þeim sem höfðu lægstar tekjur. Þá voru skólalokanir óvíða jafn fátíðar og hér á landi. Rannsóknir benda til þess að skólalokanir hafa neikvæð langtíma áhrif á hæfni og framtíðartekjur einstaklinga, ekki síst hjá verra stöddum og yngri nemendum.“ Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast lokaskýrslu fjármálaráðuneytisins í heild sinni. Tengd skjöl Mótvægisaðgerðir_stjórnvalda_vegna_heimsfaraldurs_kórónuveiru_fyrir_vefPDF701KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með aðgerðunum hafi tekist að varðveita kaupmátt heimilanna svo innlend eftirspurn héldist sterk, auk þess að forða fjölda gjaldþrota og atvinnumissi. Hvort tveggja hafi rutt brautina fyrir kröftugan efnahagsbata sem hafist hafi árið 2021. Þetta er byggt á lokaskýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann um viðbrögð við faraldrinum, sem mörg voru kynnt fljótlega eftir upphaf hans. Aðgerðirnar hafi miðað að því að draga úr óvissu, viðhalda eftirspurn á meðan áhrifa faraldursins gætti og varðveita framleiðslugetu hagkerfisins. „Aðgerðirnar voru í megindráttum sambærilegar aðgerðum nágrannaríkja og lögðust á sveif með sterku sjálfvirku viðbragði skattkerfis og atvinnuleysisbóta. Afleiðing þessa var sú að halli hins opinbera varð sá annar mesti í lýðveldissögunni. Tölulegum fjármálareglum laga um opinber fjármál var vikið til hliðar og fjármálastefnan endurskoðuð. Góð staða ríkissjóðs, sterk erlend staða þjóðarbúsins og takmörkuð skuldsetning einkaaðila voru forsendur þess að hægt var að bregðast við af krafti án þess að lánshæfi ríkissjóðs eða gengisstöðugleika stæði ógn af hallarekstri og skuldaaukningu ríkissjóðs,“ segir í tilkynningunni. Fjármunum forgangsraðað Þá kemur fram að 320 af þeim 450 milljörðum sem runnu í mótvægisaðgerðirnar hafi haft bein áhrif á afkomu ríkissjóðs, hvort sem var í formi útgjaldaauka eða minni skattheimtu. Aðrar aðgerðir sem ekki hafi komið fram með beinum hætti hafi þó einnig verið umfangsmiklar. Þar hafi verið um að ræða skattfrestanir, ríkistryggð lán, ábyrgðir og heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Fjármunum hafi verið forgangsraðað til heilbrigðisimála á meðan stuðningi við atvinnulíf og heimili hafi verið ætlað að bregðast við sértækum vanda þeirra sem urðu fyrir mestum efnahagsáhrifum vegna faraldursins. „Á tímabili faraldursins jókst kaupmáttur allra tekjuhópa en mest var aukningin hjá þeim sem höfðu lægstar tekjur. Þá voru skólalokanir óvíða jafn fátíðar og hér á landi. Rannsóknir benda til þess að skólalokanir hafa neikvæð langtíma áhrif á hæfni og framtíðartekjur einstaklinga, ekki síst hjá verra stöddum og yngri nemendum.“ Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast lokaskýrslu fjármálaráðuneytisins í heild sinni. Tengd skjöl Mótvægisaðgerðir_stjórnvalda_vegna_heimsfaraldurs_kórónuveiru_fyrir_vefPDF701KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira