Forseti spænsku deildarinnar vill að forseti Barcelona segi af sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 12:30 Javier Tebas, forseti La Liga. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Þó það gangi loks vel innan vallar hjá Barcelona þá hefur enn einn skandallinn bankað upp á. Hefur Javier Tebas, forseti La Liga, sagt opinberlega að Joan Laporta, forseti Barcelona, ætti að segja af sér. Þannig er mál með vexti að nýverið komst í fréttirnar að Barcelona hefði greitt fyrirtæki í eigu José María Enríquez Negreira allt að 1,4 milljónir evra [217 milljónir íslenskra króna] frá árunum 2016 til 2018. Téður José María var á þessum tíma varaformaður spænsku dómaranefndarinnar. Loks þegar Börsungar virtust vera að finna taktinn innan vallar eftir döpur misseri þá kemur þetta mál upp á yfirborðið. La Liga, spænska úrvalsdeildin, getur ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu vegna regluverks spænskrar knattspyrnu en Tebas vill einfaldlega að Laporta segi af sér nema forseti Börsunga geti útskýrt þessar 33 greiðslur upp á 217 milljónir íslenskra króna. Hann tekur fram að hann sé búinn að hafa samband við ríkissaksóknara og mun heyra bæði í UEFA og FIFA sé þess þörf. Þá sló Tebas því upp að mögulega væri um að ræða alvarlegra mál heldur en það sem Juventus er að glíma við á Ítalíu. Voru 15 stig dregin af Juventus á dögunum. Barcelona sjálft hefur hafið rannsókn á málinu en ekki er ljóst hvenær niðurstöðu er að vænta úr því. Tebas hefur að sama skapi sagt að Barcelona fái ekki að rannsaka málið eitt og óstudd. Á meðan sú rannsókn fer fram halda lærisveinar Xavi áfram að reyna endurheimta spænska meistaratitilinn en liðið er sem stendur á toppi La Liga. Joan Laporta, forseti Barcelona.EPA-EFE/Alejandro Garcia Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira
Þannig er mál með vexti að nýverið komst í fréttirnar að Barcelona hefði greitt fyrirtæki í eigu José María Enríquez Negreira allt að 1,4 milljónir evra [217 milljónir íslenskra króna] frá árunum 2016 til 2018. Téður José María var á þessum tíma varaformaður spænsku dómaranefndarinnar. Loks þegar Börsungar virtust vera að finna taktinn innan vallar eftir döpur misseri þá kemur þetta mál upp á yfirborðið. La Liga, spænska úrvalsdeildin, getur ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu vegna regluverks spænskrar knattspyrnu en Tebas vill einfaldlega að Laporta segi af sér nema forseti Börsunga geti útskýrt þessar 33 greiðslur upp á 217 milljónir íslenskra króna. Hann tekur fram að hann sé búinn að hafa samband við ríkissaksóknara og mun heyra bæði í UEFA og FIFA sé þess þörf. Þá sló Tebas því upp að mögulega væri um að ræða alvarlegra mál heldur en það sem Juventus er að glíma við á Ítalíu. Voru 15 stig dregin af Juventus á dögunum. Barcelona sjálft hefur hafið rannsókn á málinu en ekki er ljóst hvenær niðurstöðu er að vænta úr því. Tebas hefur að sama skapi sagt að Barcelona fái ekki að rannsaka málið eitt og óstudd. Á meðan sú rannsókn fer fram halda lærisveinar Xavi áfram að reyna endurheimta spænska meistaratitilinn en liðið er sem stendur á toppi La Liga. Joan Laporta, forseti Barcelona.EPA-EFE/Alejandro Garcia
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira