Vogunarsjóður býðst til að hjálpa Glazers-fjölskyldunni að eiga Man. Utd áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2023 08:00 Bræðurnir Joel og Avram Glazer gætu átt Manchester United áfram. EPA/JUSTIN LANE Einmitt þegar stuðningsmenn Manchester United sáu von um að losna við Glazers-fjölskylduna úr félaginu og það fréttir á tilboðum peningamanna í félagið berast óvæntar fréttir frá Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur vogunarsjóðurinn Elliott Management boðist til að aðstoða Glazers-fjölskylduna við það að eiga Manchester United áfram með því að leggja til fjármagn. Þessi vogunarsjóður frá New York sýndi nefnilega áhuga á því að fjárfesta í enska úrvalsdeildarfélaginu og það gæti komið sér vel fyrir Glazers-fjölskylduna. Glazers offered route to staying at Man Utd by US hedge fund https://t.co/55InVhtdJ0— Mark Ogden (@MarkOgden_) February 19, 2023 Glazer-bræðurnir Joel og Avram skipa sér sess á flestum listum yfir óvinsælustu eigendur hjá fótboltaliði í heiminum en stuðningsmannahópar Manchester United hafa kallað eftir því í mörg ár að fá nýja eigendur. Í nóvember síðastliðnum tilkynntu bræðurnir að þeir hefðu ráðið fyrirtækið, sem sá um söluna á Chelsea, til að kanna áhugann á því að kaupa Manchester United. Glazers-fjölskyldan hefur áður hafnað að minnsta kosti tveimur tilboðum í félagið samkvæmt heimildum ESPN. Það lítur út fyrir að þeir hafi meiri áhuga á að tryggja sér nýja fjárfestingar í félaginu í stað þess að gefa það alveg frá sér. Nú komu hins vegar tilboð í félagið frá mjög vel stæðum aðilum sem báðir hafa sagt frá því að þeir séu miklir stuðningsmenn Manchester United. Breski auðjöfurinn Jim Ratcliffe og Katarbúinn Jassim Bin Hamad Al Thani lögðu báðir inn tilboð áður en fresturinn rann út á föstudaginn var. Manchester United er á tímamótum og kallar á mikla fjárfestingar í félaginu eins og í leikvanginum Old Trafford sem og í nýju æfingasvæði. Þar hafa menn gagnrýnt United fyrir að hafa setið eftir gagnvart öðrum félögum í Englandi. Enski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Sjá meira
Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur vogunarsjóðurinn Elliott Management boðist til að aðstoða Glazers-fjölskylduna við það að eiga Manchester United áfram með því að leggja til fjármagn. Þessi vogunarsjóður frá New York sýndi nefnilega áhuga á því að fjárfesta í enska úrvalsdeildarfélaginu og það gæti komið sér vel fyrir Glazers-fjölskylduna. Glazers offered route to staying at Man Utd by US hedge fund https://t.co/55InVhtdJ0— Mark Ogden (@MarkOgden_) February 19, 2023 Glazer-bræðurnir Joel og Avram skipa sér sess á flestum listum yfir óvinsælustu eigendur hjá fótboltaliði í heiminum en stuðningsmannahópar Manchester United hafa kallað eftir því í mörg ár að fá nýja eigendur. Í nóvember síðastliðnum tilkynntu bræðurnir að þeir hefðu ráðið fyrirtækið, sem sá um söluna á Chelsea, til að kanna áhugann á því að kaupa Manchester United. Glazers-fjölskyldan hefur áður hafnað að minnsta kosti tveimur tilboðum í félagið samkvæmt heimildum ESPN. Það lítur út fyrir að þeir hafi meiri áhuga á að tryggja sér nýja fjárfestingar í félaginu í stað þess að gefa það alveg frá sér. Nú komu hins vegar tilboð í félagið frá mjög vel stæðum aðilum sem báðir hafa sagt frá því að þeir séu miklir stuðningsmenn Manchester United. Breski auðjöfurinn Jim Ratcliffe og Katarbúinn Jassim Bin Hamad Al Thani lögðu báðir inn tilboð áður en fresturinn rann út á föstudaginn var. Manchester United er á tímamótum og kallar á mikla fjárfestingar í félaginu eins og í leikvanginum Old Trafford sem og í nýju æfingasvæði. Þar hafa menn gagnrýnt United fyrir að hafa setið eftir gagnvart öðrum félögum í Englandi.
Enski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Sjá meira