Um er að ræða fallegt einbýli við Hamarsgerði í smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Húsið er rúmlega 180 fermetrar og er á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið var byggt árið 1959 en það hefur verið endurnýjað að miklu leyti síðustu ár.
Í húsinu er meðal annars að finna sex svefnherbergi, þrjú baðherbergi, fataherbergi og sjónvarpsherbergi. Þá fylgir húsinu 40 fermetra bílskúr með sér inngangi sem nýta má sem sér einingu.
Ásett verð er 129,9 milljónir en fasteignamat hússins er 101,6 milljónir.
Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á Fasteignavef Vísis.











