Þorsteinn: Á von á að gera töluvert margar breytingar fyrir næsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 23:30 Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigur Íslands á Skotlandi í dag en liðin mættust á Pinatar-mótinu sem fram fer í Murcia á Spáni. Þorsteinn var í viðtali við vefmiðil Knattspyrnusambandsins þar sem hann ræddi um leikinn í dag. „Ánægjulegt að vinna, þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Í fyrri hálfleik vorum við í basi, við áttum erfitt með að klukka þær og þær stýrðu leiknum. Þær voru að skapa sér færi á móti okkur.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, gerðum virkilega vel inn og það kom betri heildarbragur á okkur. Við fórum að þora að vera með boltann og leita eftir hlutunum sem við vorum að leita eftir.“ Skotland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Ísland skoraði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og komu sér í góða stöðu. „Við fórum yfir ákveðna hluti og leiðir sem við vildum líka vera að fara, við þurfumt að þora að gera það sem við vildum gera og mér fannst við gera það vel. Við stigum framar á þær og féllum ekki eins mikið af þeim eins og í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að vinna boltann hærra og fá meiri tengingar þegar við unnum boltann.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik og Þorsteinn var ánægður með hennar innkomu. „Mér fannst hún gera virkilega vel í báðum mörkunum og var heilt yfir að spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá kom hún betur inn í þetta en hún hafði kannski úr litlu að moða í fyrri hálfleik. Hún var flott og þetta er ágætis byrjun held ég.“ Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Wales á laugardag. Hann býst við svipuðum leik að mörgu leyti. „Ekkert ósvipað að mörgu leyti. Wales eru ekki eins sterkar og Skotarnir en við þurfum að hafa virkilega fyrir því að vinna þennan leik. Við þurfum að mæta á fullu gasi eins og við gerðum í seinni hálfleik og ekki vera að bíða eftir að eitthvað gerist fyrir okkur. Við þurfum að þora að gera hluti sem við ætlum að ná fram í þessum leik,“ sagði Þorsteinn og bætti vð að hann ætti von á því að gera töluverðar breytingar á byrjunarliðinu fyrir næsta leik. „Ég á von á að gera töluvert margar breytingar og gef mörgum leikmönnum tækifæri á laugardag. Ég geri töluvert margar breytingar á milli leikja. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Þorsteinn var í viðtali við vefmiðil Knattspyrnusambandsins þar sem hann ræddi um leikinn í dag. „Ánægjulegt að vinna, þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Í fyrri hálfleik vorum við í basi, við áttum erfitt með að klukka þær og þær stýrðu leiknum. Þær voru að skapa sér færi á móti okkur.“ „Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn, gerðum virkilega vel inn og það kom betri heildarbragur á okkur. Við fórum að þora að vera með boltann og leita eftir hlutunum sem við vorum að leita eftir.“ Skotland var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Ísland skoraði tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks og komu sér í góða stöðu. „Við fórum yfir ákveðna hluti og leiðir sem við vildum líka vera að fara, við þurfumt að þora að gera það sem við vildum gera og mér fannst við gera það vel. Við stigum framar á þær og féllum ekki eins mikið af þeim eins og í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að vinna boltann hærra og fá meiri tengingar þegar við unnum boltann.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik og Þorsteinn var ánægður með hennar innkomu. „Mér fannst hún gera virkilega vel í báðum mörkunum og var heilt yfir að spila vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þá kom hún betur inn í þetta en hún hafði kannski úr litlu að moða í fyrri hálfleik. Hún var flott og þetta er ágætis byrjun held ég.“ Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Wales á laugardag. Hann býst við svipuðum leik að mörgu leyti. „Ekkert ósvipað að mörgu leyti. Wales eru ekki eins sterkar og Skotarnir en við þurfum að hafa virkilega fyrir því að vinna þennan leik. Við þurfum að mæta á fullu gasi eins og við gerðum í seinni hálfleik og ekki vera að bíða eftir að eitthvað gerist fyrir okkur. Við þurfum að þora að gera hluti sem við ætlum að ná fram í þessum leik,“ sagði Þorsteinn og bætti vð að hann ætti von á því að gera töluverðar breytingar á byrjunarliðinu fyrir næsta leik. „Ég á von á að gera töluvert margar breytingar og gef mörgum leikmönnum tækifæri á laugardag. Ég geri töluvert margar breytingar á milli leikja.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira