Lífið

Hefur aldrei skilið allt þetta skápa­tal: „Ég er bara eins og ég er“

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Sigga Beinteins er viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar.
Sigga Beinteins er viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Stöð 2

„Það hafa náttúrlega verið alls konar kjaftasögur,“ segir Sigga Beinteins, ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, sem var viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar.

Í þættinum fór Sigga yfir ferilinn og rifjaði upp nokkrar af þeim fjölmörgu kjaftasögum sem hafa gengið um hana í gegnum árin.

„Einu sinni átti ég að vera að taka að mér tvö indversk börn. Það var ein sagan. Ég var bara: Hvar fær fólk þetta? Hvar byrjar þetta bull? En ég hef aldrei tekið þetta inn á mig,“ segir Sigga.

Eins var sú kjaftasaga hávær að hún og Grétar Örvarsson, sem saman skipa hljómsveitina Stjórnina, væru par. Sigga segir sumt fólk meira að segja halda það enn þann dag í dag, svo sé þó aldeilis ekki.

Sigga Beinteins og Grétar Örvars eru nánir vinir eftir öll árin saman í Stjórninni en eru þó ekki par og hafa aldrei verið.Vísir/Vilhelm

„Af hverju er fólk allt í einu í einhverjum skápum?“

Sigga er samkynhneigð og opinberaði það í kringum árið 1982. Hún segist þó aldrei hafa skilið allt þetta tal um að koma út úr skápnum.

„Mér hefur alltaf fundist glatað að vera að tala um einhverja skápa. Af hverju er fólk allt í einu í einhverjum skápum?“

„Ég er bara eins og ég er,“ segir Sigga sem hefur aldrei haft miklar áhyggjur af áliti annarra. Hún hefur þó alltaf reynt að hafa skýr mörk á milli atvinnunnar og persónulega lífsins.

„Ég vil fá eitthvað rými sem ég á bara sjálf með mínum nánustu. Ég hef alltaf tekið það þannig. Svo getur fólkið átt Sigguna sem er að syngja,“ segir hún.

Klippa: Hefur aldrei skilið allt þetta skápa­tal: Ég er bara eins og ég er

Tengdar fréttir

„Ég ætla að vera eins og Raggi Bjarna og syngja þangað til ég verð 85 ára“

„Ég held að ég sé í mínu allra besta formi raddlega séð í dag,“ segir söngkonan Sigga Beinteins sem heldur upp á þrefalt stórafmæli í ár. Hún fagnar fjörutíu ára söngafmæli, ásamt því að verða sjálf sextug í júlí. Þá eru einnig tuttugu ár síðan Sigga og Sigrún Eva kepptu í Eurovision með lagið Nei eða já.

Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekju­skarðinu

„Ég var mjög opin og tók þátt í skemmtunum og spilaði í öllum partýum, en ég leit ekki endilega á þetta sem eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Andrea Gylfadóttir sem fór yfir glæstan tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.