Anníe Mist mun snúa til baka klædd TYR Íþróttavörum frá toppi til táar.
Anníe hefur verið Reebok íþróttamaður í tólf ár eða síðan 2010. Hún hefur því verið hjá íþróttavöruframleiðandanum næstum því allan sinn feril.
Hún segist hafa verið að nota sundvörur og sólgleraugu frá TYR Sport undanfarið ár en nú ákvað hún að semja við fyrirtækið um allan sinn fatnað.
„2023 mun verða frábær ár,“ segir Anníe Mist í tilkynningunni á samstarfinu.
CrossFit vefurinn Morning Chalk Up segir þessi skipti Anníe vera ein þau stærstu í sögu CrossFit íþróttarinnar.