„Lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:13 Hver er þessi maður þegar hann er ekki að þrasa um kaup og kjör? SIndri Sindrason kannaði málið. Stöð 2 Hann ætlaði í listaháskóla en valdi svo hagfræði. Hann elskar starfið sitt og að rökræða við Sólveigu Önnu. Sindri Sindrason heimsótti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í morgunkaffi. Halldór er fjögurra barna faðir og gæti ekki hugsað sér hlutina öðruvísi en þeir eru. Guðrún Ása Björnsdóttir eiginkona hans er læknir og þau hafa í nógu að snúast en Halldór segir að allt gangi þetta upp. „Þetta er stórt heimili og allt það, en þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Við náum bara að jöggla þetta mjög vel.“ Það munaði litlu að hagfræðingurinn Halldór færi allt aðra braut í lífinu eftir menntaskólann. „Ég komst inn í listaháskóla árið 2001. Ég ætla ekki að segja að ég hafi séð eftir því að hafa ekki farið í hann, en ég þreytti próf og komst inn. En ég held að lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ógreitt hárið hluti af persónuleikanum „Guðrún vill að ég láti það vaxa, ég hef gert það svona til skiptis. Stundum er ég bara með stutt hár, það er náttúrulega miklu þægilegra. Eftir því sem árin hafa liðið þá verður mér bara alltaf meira og meira sama,“ segir Halldór um hárið, sem er reglulega til umræðu. „Stundum greiði ég mér,“ segir Halldór og bætir við að ef hann gengur alveg fram af samstarfskonum sínum, þá setur hann gel í hárið fyrir viðtöl. „Ef þú myndir grafa upp myndir af mér úr menntó, þá var ég alltaf með rosalega sítt og óstýrlátt hár. Ég hef alltaf bara haft mjög gaman af þessu. Þetta er bara minn persónuleiki.“ Í gini ljónsins Eftir MBA nám í Bretlandi vann Halldór í sjö ár hjá Icelandair. „Þetta er alskemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Þaðan fór hann til Samtaka atvinnulífsins þar sem mikið er um „hark“ eins og hann orðar það sjálfur. Í viðtalinu rifjaði hann upp viðbrögð móður sinnar við ráðningunni. „Ég gleymi aldrei hvað mamma sagði. Halldór Benjamín hvað ert þú búinn að gera?“ Hafði hún þá áhyggjur af því að hann yrði í ljónsgini næstu árin. „Ég held að það hafi ekkert verið mjög fjarri lagi hjá henni sko.“ Halldór og Guðrún eiga saman fjögur börn.Stöð 2 Ekki alltaf stál í stál Halldór segir starfið þó frábært. „Mér finnst þetta stórkostlegt.“ Hann segir að í starfinu vinni hann með fjölbreyttum hópi og þetta sé ekki alltaf stál í stál. „Við Sólveig náum reyndar ekkert sérstaklega vel saman.“ Halldór segir að hann sé einfaldlega mjög ósammála málflutningnum hennar og úr hvaða átt hann kemur. „Hvernig farið er með staðreyndir og hvernig farið er með gögn. Ég á reyndar mjög erfitt með að setja mig í þessi spor.“ Viðtalið má sjá í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Kjaraviðræður 2022-23 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Halldór er fjögurra barna faðir og gæti ekki hugsað sér hlutina öðruvísi en þeir eru. Guðrún Ása Björnsdóttir eiginkona hans er læknir og þau hafa í nógu að snúast en Halldór segir að allt gangi þetta upp. „Þetta er stórt heimili og allt það, en þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel. Við náum bara að jöggla þetta mjög vel.“ Það munaði litlu að hagfræðingurinn Halldór færi allt aðra braut í lífinu eftir menntaskólann. „Ég komst inn í listaháskóla árið 2001. Ég ætla ekki að segja að ég hafi séð eftir því að hafa ekki farið í hann, en ég þreytti próf og komst inn. En ég held að lífið hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði fetað þá leið.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ógreitt hárið hluti af persónuleikanum „Guðrún vill að ég láti það vaxa, ég hef gert það svona til skiptis. Stundum er ég bara með stutt hár, það er náttúrulega miklu þægilegra. Eftir því sem árin hafa liðið þá verður mér bara alltaf meira og meira sama,“ segir Halldór um hárið, sem er reglulega til umræðu. „Stundum greiði ég mér,“ segir Halldór og bætir við að ef hann gengur alveg fram af samstarfskonum sínum, þá setur hann gel í hárið fyrir viðtöl. „Ef þú myndir grafa upp myndir af mér úr menntó, þá var ég alltaf með rosalega sítt og óstýrlátt hár. Ég hef alltaf bara haft mjög gaman af þessu. Þetta er bara minn persónuleiki.“ Í gini ljónsins Eftir MBA nám í Bretlandi vann Halldór í sjö ár hjá Icelandair. „Þetta er alskemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á.“ Þaðan fór hann til Samtaka atvinnulífsins þar sem mikið er um „hark“ eins og hann orðar það sjálfur. Í viðtalinu rifjaði hann upp viðbrögð móður sinnar við ráðningunni. „Ég gleymi aldrei hvað mamma sagði. Halldór Benjamín hvað ert þú búinn að gera?“ Hafði hún þá áhyggjur af því að hann yrði í ljónsgini næstu árin. „Ég held að það hafi ekkert verið mjög fjarri lagi hjá henni sko.“ Halldór og Guðrún eiga saman fjögur börn.Stöð 2 Ekki alltaf stál í stál Halldór segir starfið þó frábært. „Mér finnst þetta stórkostlegt.“ Hann segir að í starfinu vinni hann með fjölbreyttum hópi og þetta sé ekki alltaf stál í stál. „Við Sólveig náum reyndar ekkert sérstaklega vel saman.“ Halldór segir að hann sé einfaldlega mjög ósammála málflutningnum hennar og úr hvaða átt hann kemur. „Hvernig farið er með staðreyndir og hvernig farið er með gögn. Ég á reyndar mjög erfitt með að setja mig í þessi spor.“ Viðtalið má sjá í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Kjaraviðræður 2022-23 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira