Hafþór Júlíus tekur kraftlyftingaskóna af hillunni og ætlar að slá heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að snúa aftur í kraftakeppnir en fyrst ætlar hann að bæta heimsmet. Instagram/@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson gaf út stóra yfirlýsingu á Youtube rás sinni í gær en þessi fyrrum sterkasti maður heims tilkynnti þar um endurkomu sína í heim kraftlyftinga. Hafþór Júlíus hafði sett aflraunaskóna sína upp á hillu og eytt síðustu tveimur árum í að verða hnefaleikamaður. Eftir að hann vann hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall þá taldi hann vera komið að öðrum tímamótum á hans íþróttaferli. Aðdáendur Hafþórs hafa nú fengið að vita hver næstu skref hans eru. Hann segist hafa tekið ákvörðunin um framhaldið eftir samtöl við fjölskyldu og aðra sem standa honum næst. Hafþór fór yfir stöðu mála á Youtube rás sinni sem er með yfir 688 þúsund fylgjendur. Þar sagði hann frá af hverju hann hætti að keppa í kraftíþróttum og af hverju hann ætlar að byrja aftur. Hafþór Júlíus ætlar nefnilega að einbeita sér að kraftlyftingum á árinu 2023 og hefur það metnaðarfulla markmið að ætla sér að slá heimsmetið fyrir lok ársins. Heimsmetið sem Hafþór hefur augun á er mesta þyngd sem maður hefur lyft í samanlögðu, þar er samanlagt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Metið segir Hafþór nú vera í eigu Don Bell en það er 1182,5 kíló. Árið 2024 mun Hafþór síðan byrja aftur að keppa í aflraunakeppnum og sækist eftir því að fá að keppa bæði á Arnold Strongman Classic og á Rogue Invitational Strongman. „Augljóslega þá ætla að ég að mæta á þessi mót til að vinna þau. Ég trúi því að þegar ég bæti heimsmetið í samanlögðu þá mun grunnstyrkur minn vera mjög góður og þetta mun strax skila mér góðum meðbyr inn í aflaunakeppnir,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annast í tilkynningu sinni. „Þetta er stór tilkynning og stór markmið en ég er stór maður með stórt hjarta, mikinn metnað og stóra drauma,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór varð sterkasti maður heims árið 2018 eftir að hafa að hafa verið á verðlaunapalli sex ár á undan án þess að ná að vinna. Hann vann Arnold Strongman Classic mótið þrjú ár í röð frá 2018 til 2020. Hafþór var líka sterkasti maður Íslands tíu ár í röð frá 2011 til 2020. Hér fyrir neðan má síðan sjá Hafþór fara yfir þessa ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uv1da_wFyBM">watch on YouTube</a> Kraftlyftingar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Hafþór Júlíus hafði sett aflraunaskóna sína upp á hillu og eytt síðustu tveimur árum í að verða hnefaleikamaður. Eftir að hann vann hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall þá taldi hann vera komið að öðrum tímamótum á hans íþróttaferli. Aðdáendur Hafþórs hafa nú fengið að vita hver næstu skref hans eru. Hann segist hafa tekið ákvörðunin um framhaldið eftir samtöl við fjölskyldu og aðra sem standa honum næst. Hafþór fór yfir stöðu mála á Youtube rás sinni sem er með yfir 688 þúsund fylgjendur. Þar sagði hann frá af hverju hann hætti að keppa í kraftíþróttum og af hverju hann ætlar að byrja aftur. Hafþór Júlíus ætlar nefnilega að einbeita sér að kraftlyftingum á árinu 2023 og hefur það metnaðarfulla markmið að ætla sér að slá heimsmetið fyrir lok ársins. Heimsmetið sem Hafþór hefur augun á er mesta þyngd sem maður hefur lyft í samanlögðu, þar er samanlagt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Metið segir Hafþór nú vera í eigu Don Bell en það er 1182,5 kíló. Árið 2024 mun Hafþór síðan byrja aftur að keppa í aflraunakeppnum og sækist eftir því að fá að keppa bæði á Arnold Strongman Classic og á Rogue Invitational Strongman. „Augljóslega þá ætla að ég að mæta á þessi mót til að vinna þau. Ég trúi því að þegar ég bæti heimsmetið í samanlögðu þá mun grunnstyrkur minn vera mjög góður og þetta mun strax skila mér góðum meðbyr inn í aflaunakeppnir,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annast í tilkynningu sinni. „Þetta er stór tilkynning og stór markmið en ég er stór maður með stórt hjarta, mikinn metnað og stóra drauma,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór varð sterkasti maður heims árið 2018 eftir að hafa að hafa verið á verðlaunapalli sex ár á undan án þess að ná að vinna. Hann vann Arnold Strongman Classic mótið þrjú ár í röð frá 2018 til 2020. Hafþór var líka sterkasti maður Íslands tíu ár í röð frá 2011 til 2020. Hér fyrir neðan má síðan sjá Hafþór fara yfir þessa ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uv1da_wFyBM">watch on YouTube</a>
Kraftlyftingar Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira