Ungi strákurinn á miðju Liverpool fékk mikið hrós frá Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 09:30 Stefan Bajcetic var flottur á miðju Liverpool í leiknum á móti Everton á Anfield í gærkvöldi. Getty/Andrew Powell Liverpool fagnaði langþráðum sigri í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið vann nágranna sína í Everton. Mohamed Salah skoraði fyrra markið og endaði þar 356 mínútna bið liðsins eftir marki í deildinni. Eftir leikinn var Salah aftur á móti að hrósa miðjumanninum Stefan Bajcetic sem var kosinn maður leiksins í gær. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Bajcetic er aðeins átján ára gamall en kom til unglingaliðs Liverpool frá Celta Vigo í desember 2020. „Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Hann leggur alltaf mikið á sig og síðan hann kom inn í byrjunarliðið þá hefur hann kannski verið okkar besti leikmaður,“ sagði Mohamed Salah og strákurinn brosti út að eyrum við hlið hans eins og sjá má hér fyrir neðan. „Vonandi heldur hann áfram að spila með þessu sjálfstrausti og heldur sínu striki,“ sagði Salah. Fréttamaður Sky Sports spurði þá Bajcetic hvernig væri að heyra þetta frá Salah. „Hann er Mo Salah og er einn af bestu leikmönnunum í sögu Liverpool. Það er gaman að heyra svona goðsögn segja þetta við mig,“ sagði Stefan Bajcetic. Bajcetic varð fyrr á tímabilinu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Michael Owen og Raheem Sterling, og næstyngsti Spánverjinn á eftir Cesc Fàbregas. Bajcetic hafði verið að spila aftastur á miðjunni í leikjunum á undan en nú var hann kominn aðeins framar á miðjuna með Jordan Henderson á meðan Fabinho sat fyrir aftan þá. Það kom mjög vel út og kraftur og viljinn til að tækla og vinna boltann alveg til fyrirmyndar. Ungar og ferskar lappir sem Liverpool miðjan þurfti svo mikið á að halda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Mohamed Salah skoraði fyrra markið og endaði þar 356 mínútna bið liðsins eftir marki í deildinni. Eftir leikinn var Salah aftur á móti að hrósa miðjumanninum Stefan Bajcetic sem var kosinn maður leiksins í gær. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Bajcetic er aðeins átján ára gamall en kom til unglingaliðs Liverpool frá Celta Vigo í desember 2020. „Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Hann leggur alltaf mikið á sig og síðan hann kom inn í byrjunarliðið þá hefur hann kannski verið okkar besti leikmaður,“ sagði Mohamed Salah og strákurinn brosti út að eyrum við hlið hans eins og sjá má hér fyrir neðan. „Vonandi heldur hann áfram að spila með þessu sjálfstrausti og heldur sínu striki,“ sagði Salah. Fréttamaður Sky Sports spurði þá Bajcetic hvernig væri að heyra þetta frá Salah. „Hann er Mo Salah og er einn af bestu leikmönnunum í sögu Liverpool. Það er gaman að heyra svona goðsögn segja þetta við mig,“ sagði Stefan Bajcetic. Bajcetic varð fyrr á tímabilinu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Michael Owen og Raheem Sterling, og næstyngsti Spánverjinn á eftir Cesc Fàbregas. Bajcetic hafði verið að spila aftastur á miðjunni í leikjunum á undan en nú var hann kominn aðeins framar á miðjuna með Jordan Henderson á meðan Fabinho sat fyrir aftan þá. Það kom mjög vel út og kraftur og viljinn til að tækla og vinna boltann alveg til fyrirmyndar. Ungar og ferskar lappir sem Liverpool miðjan þurfti svo mikið á að halda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira