„Orðið annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2023 23:31 Styrmir Snær Þrastarson hefur átt frábært tímabil með uppeldisfélagi sínu eftir að hann snéri aftur frá Bandaríkjunum. Vísir / Hulda Margrét Þrátt fyrir ungan aldur eru bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fyrir löngu orðnir þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Þeir skiluðu báðir flottri frammistöðu er Þór Þ. vann öruggan sigur gegn Íslandsmeisturum Vals síðastliðinn föstudag og voru til umræðu í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi. „Þessi ungi leikmaður, Styrmir Snær Þrastarson, sem að varð stjarna á Íslandsmeistaraárinu fyrir framan augun á okkur er núna að taka eitthvað áður óséð skref í íslenskum körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um eldri bróðurinn. „Við erum búnir að vera að tala um að Kári [Jónsson] og Kristó [Kristófer Acox] séu bestu íslensku leikmenn deildarinnar. Ég er ekki sammála því. Mér finnst Styrmir vera besti leikmaðurinn í deildinni,“ bætti Teitur Örlygsson við. „Hann er enginn venjulegur íþróttamaður. Ég hugsa að hann hoppi bara með hausinn í hringinn eins og staðan er. Hann er orðinn það mikill íþróttamaður. Þetta er orðið svona annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft sem hann er að sýna okkur.“ Kjartan hafði einnig áhuga á að vita hvað Teitur sæi í Styrmi sem gerði það að verkum að hann gæti komist í hóp þeirra allra bestu. „Hann er enginn „ballwatcher“. Hann kann að blokka skotin og hjálpa í vörn. Hann kemur blindandi á menn og maður sér það í nánast hverjum einasta leik. Það er bara „posession“ sem hann er að vinna fyrir liðið sitt. Hann er að stela boltum og er svona „both way player“ eins og við segjum. Hann er með mikinn metnað í að vera góður varnarmaður. Hann frákastar og getur keyrt af stað hraðaupphlaupin. Hann er eins og „athletic bakvörður.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Styrmi Snæ og Tómas Val Þrastarsyni. Næst færðu strákarnir sig yfir í að ræða litla bróðir Styrmis, Tómas Val. Tómas er aðeins 17 ára gamall en hefur nú þegar vakið verðskuldaða athygli í Subway-deildinni og Darri Freyr Atlason fór ekki leynt með það hversu hrifinn hann er af Tómasi sem leikmanni. „Mér fannst þetta svo frábær punktur hjá Teiti með að vera ekki „ballwatcher“ hvorugum megin á vellinum. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað jafnvel þó þú sért ekki með boltann í höndunum og búa til svona „winning play“ eins og þetta óumbeðinn. Ekki þegar það er verið að hlaupa eitthvað fyrir þig eða þegar þú ert settur á besta manninn í hinu liðinu.“ „Tómas er bara einn af okkar allra efnilegustu mönnum núna og það er bara vonandi fyrir Þór að þeir missi þá ekki báða núna á næsta ári.“ Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
„Þessi ungi leikmaður, Styrmir Snær Þrastarson, sem að varð stjarna á Íslandsmeistaraárinu fyrir framan augun á okkur er núna að taka eitthvað áður óséð skref í íslenskum körfubolta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um eldri bróðurinn. „Við erum búnir að vera að tala um að Kári [Jónsson] og Kristó [Kristófer Acox] séu bestu íslensku leikmenn deildarinnar. Ég er ekki sammála því. Mér finnst Styrmir vera besti leikmaðurinn í deildinni,“ bætti Teitur Örlygsson við. „Hann er enginn venjulegur íþróttamaður. Ég hugsa að hann hoppi bara með hausinn í hringinn eins og staðan er. Hann er orðinn það mikill íþróttamaður. Þetta er orðið svona annað level af íþróttamennsku sem maður sér ekkert oft sem hann er að sýna okkur.“ Kjartan hafði einnig áhuga á að vita hvað Teitur sæi í Styrmi sem gerði það að verkum að hann gæti komist í hóp þeirra allra bestu. „Hann er enginn „ballwatcher“. Hann kann að blokka skotin og hjálpa í vörn. Hann kemur blindandi á menn og maður sér það í nánast hverjum einasta leik. Það er bara „posession“ sem hann er að vinna fyrir liðið sitt. Hann er að stela boltum og er svona „both way player“ eins og við segjum. Hann er með mikinn metnað í að vera góður varnarmaður. Hann frákastar og getur keyrt af stað hraðaupphlaupin. Hann er eins og „athletic bakvörður.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Styrmi Snæ og Tómas Val Þrastarsyni. Næst færðu strákarnir sig yfir í að ræða litla bróðir Styrmis, Tómas Val. Tómas er aðeins 17 ára gamall en hefur nú þegar vakið verðskuldaða athygli í Subway-deildinni og Darri Freyr Atlason fór ekki leynt með það hversu hrifinn hann er af Tómasi sem leikmanni. „Mér fannst þetta svo frábær punktur hjá Teiti með að vera ekki „ballwatcher“ hvorugum megin á vellinum. Alltaf tilbúinn að gera eitthvað jafnvel þó þú sért ekki með boltann í höndunum og búa til svona „winning play“ eins og þetta óumbeðinn. Ekki þegar það er verið að hlaupa eitthvað fyrir þig eða þegar þú ert settur á besta manninn í hinu liðinu.“ „Tómas er bara einn af okkar allra efnilegustu mönnum núna og það er bara vonandi fyrir Þór að þeir missi þá ekki báða núna á næsta ári.“
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira