Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Máni Snær Þorláksson skrifar 13. febrúar 2023 22:24 Það voru þó nokkrar stiklur frumsýndar í gærkvöldi. Skjáskot Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. Til að mynda mátti sjá Harrison Ford á skjánum í hlutverki Indiana Jones í stiklu fyrir fimmtu myndina um ævintýragjarna fornleifafræðinginn: Indiana Jones and the Dial of Destiny. Phoebe Waller-Bridge og Mads Mikkelsen má einnig sjá í stiklunni, Waller-Bridge leikur guðdóttur fornleifafræðingsins á meðan Mikkelsen leikur fyrrverandi nasista að nafni Jürgen Voller. Það kemur svo eflaust fáum á óvart að frumsýndar voru stiklur fyrir ofurhetjumyndir. Aðdáendur Marvel fengu að sjá stiklu fyrir þriðju Guardians of the Galaxy myndina á meðan aðdáendur DC fengu að kynnast ofurhetjunni Flash aðeins betur. Ezra Miller leikur hraðskreiðu ofurhetjuna í síðarnefndu kvikmyndinni en hán hefur verið afar umdeilt síðustu mánuði. Miller dvaldi á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Vakti það mikla athygli þegar greint var frá því að hán hafi tekið konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var sýnd skemmtileg stikla fyrir kvikmyndina Super Mario Bros. Movie. Stiklan er í formi auglýsingu fyrir pípulagningafyrirtæki tölvuleikjabræðranna. Vin Diesel var svo á sínum stað í hlutverki Dominic Toretto en tíunda Fast and the Furious myndin verður frumdýnd í maí næstkomandi. Þá mátti sjá Matt Damon, Jenna Ortega, Chris Pine, Viola Davis, Ben Affleck, Adam Driver og fleiri stórstjörnur bregða fyrir í stiklum fyrir stórmyndirnar sem frumsýndar verða á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá allar stiklurnar sem sýndar voru í auglýsingahléunum á Ofurskálinni í gærkvöldi: Bíó og sjónvarp Ofurskálin Hollywood Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Sjá meira
Til að mynda mátti sjá Harrison Ford á skjánum í hlutverki Indiana Jones í stiklu fyrir fimmtu myndina um ævintýragjarna fornleifafræðinginn: Indiana Jones and the Dial of Destiny. Phoebe Waller-Bridge og Mads Mikkelsen má einnig sjá í stiklunni, Waller-Bridge leikur guðdóttur fornleifafræðingsins á meðan Mikkelsen leikur fyrrverandi nasista að nafni Jürgen Voller. Það kemur svo eflaust fáum á óvart að frumsýndar voru stiklur fyrir ofurhetjumyndir. Aðdáendur Marvel fengu að sjá stiklu fyrir þriðju Guardians of the Galaxy myndina á meðan aðdáendur DC fengu að kynnast ofurhetjunni Flash aðeins betur. Ezra Miller leikur hraðskreiðu ofurhetjuna í síðarnefndu kvikmyndinni en hán hefur verið afar umdeilt síðustu mánuði. Miller dvaldi á Íslandi í um tvo mánuði árið 2020. Vakti það mikla athygli þegar greint var frá því að hán hafi tekið konu hálstaki á skemmtistaðnum Prikinu í miðbæ Reykjavíkur. Einnig var sýnd skemmtileg stikla fyrir kvikmyndina Super Mario Bros. Movie. Stiklan er í formi auglýsingu fyrir pípulagningafyrirtæki tölvuleikjabræðranna. Vin Diesel var svo á sínum stað í hlutverki Dominic Toretto en tíunda Fast and the Furious myndin verður frumdýnd í maí næstkomandi. Þá mátti sjá Matt Damon, Jenna Ortega, Chris Pine, Viola Davis, Ben Affleck, Adam Driver og fleiri stórstjörnur bregða fyrir í stiklum fyrir stórmyndirnar sem frumsýndar verða á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá allar stiklurnar sem sýndar voru í auglýsingahléunum á Ofurskálinni í gærkvöldi:
Bíó og sjónvarp Ofurskálin Hollywood Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Sjá meira