„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 18:00 Ólöf Arnalds hefur undanfarið unnið að plötunni Tár í morgunsárið. Aðsend „Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra. „Ég er með herferð í gangi á Karolina Fund til að hópfjármagna næstu plötuna mína, Tár í morgunsárið, sem verður fimmta sólóplatan mín. Svo verð ég með tónleika á Húrra fimmtudaginn 16. febrúar en það verður degi eftir að söfnuninni lýkur. Vonandi uppskerutónleikar, ef söfnunin gengur upp,“ segir Ólöf og bætir við að hún sé mjög bjartsýn á að það takist. Hér má heyra lagið Englar og Dárar eftir Ólöfu: Ólöf Arnalds hefur gefið frá sér fjórar sólóplötur en frumburður hennar, Við og við, leit dagsins ljós árið 2007. Hún hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og verið tilnefnd til Nordic Music Price. Ólöf hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn og komið þar fram í útvarpi og sjónvarpi. „Þessi plata er búin að fá að malla lengi með mér. Einhverra hluta vegna er ég tilbúin núna að raungera hana.“ Hún segir ferlið hafa gengið frábærlega. „Öll lögin eru samin. Nú er bara að klára að útsetja og taka upp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Ólafar við lagið Patience frá árinu 2014. Ólöf sækir innblásturinn víða og segist alæta á tónlist. „Það er mjög sjaldan sem mér þykir ekki eitthvað áhugavert við tónlist sem ég heyri. En ég sæki fyrst og fremst innblástur í góð samtöl, vináttu, þögn og ást,“ segir hún að lokum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég er með herferð í gangi á Karolina Fund til að hópfjármagna næstu plötuna mína, Tár í morgunsárið, sem verður fimmta sólóplatan mín. Svo verð ég með tónleika á Húrra fimmtudaginn 16. febrúar en það verður degi eftir að söfnuninni lýkur. Vonandi uppskerutónleikar, ef söfnunin gengur upp,“ segir Ólöf og bætir við að hún sé mjög bjartsýn á að það takist. Hér má heyra lagið Englar og Dárar eftir Ólöfu: Ólöf Arnalds hefur gefið frá sér fjórar sólóplötur en frumburður hennar, Við og við, leit dagsins ljós árið 2007. Hún hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og verið tilnefnd til Nordic Music Price. Ólöf hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn og komið þar fram í útvarpi og sjónvarpi. „Þessi plata er búin að fá að malla lengi með mér. Einhverra hluta vegna er ég tilbúin núna að raungera hana.“ Hún segir ferlið hafa gengið frábærlega. „Öll lögin eru samin. Nú er bara að klára að útsetja og taka upp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Ólafar við lagið Patience frá árinu 2014. Ólöf sækir innblásturinn víða og segist alæta á tónlist. „Það er mjög sjaldan sem mér þykir ekki eitthvað áhugavert við tónlist sem ég heyri. En ég sæki fyrst og fremst innblástur í góð samtöl, vináttu, þögn og ást,“ segir hún að lokum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira