„Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“
— Jakub Jankto (@jakubjanktojr) February 13, 2023
Jankto, sem er 27 ára, leikur með Sparta Prag í heimalandinu á láni frá Getafe á Spáni. Hann lék lengi á Ítalíu, með Sampdoria, Udinese og Ascoli.
Jankto hefur leikið 45 leiki fyrir tékkneska A-landsliðið og skorað fjögur mörk.