Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir í færslu Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvár við skólann að vökin í Öskjuvatni stækki inn. Hann birtir fjórar gervihnattamyndir af Öskju sem sýnir þróunina.
Einn hektari er tíu þúsund fermetrar eða 100x100 m2. Hefðbundinn fótboltavöllur er rúmlega sjö þúsund fermetrar. Því nema fimmtíu hektarar um sjötíu fótboltavöllum.
Árið 2012 mældist mikill jarðhiti á borði vatnsins í Öskju og gat myndaðist vegna bráðnunar íss. Mælingar eftir skriðuföll árið 2014 sýndu að dregið hafði úr jarðhita frá árum áður. Nú virðist öldin aftur á móti önnur miðað við hve hratt vökin stækkar.