Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. febrúar 2023 18:51 Færeyingurinn Reiley fagnaði sigri í dönsku undankeppninni í gær. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix, DR Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall. Hinn tvítugi Reiley bar sigur úr bítum í keppninni með laginu Breaking My Heart en hann var fyrir keppni talinn sigurstranglegastur af veðbönkum. Reiley ætti að vera notendum samfélagsmiðilsins TikTok kunnur en þar er hann með rúmlega 10 milljónir fylgjenda. Reiley þykir þó nokkuð umdeildur vegna notkunar sinnar á Auto-Tune tækni sem tónlistarmenn nota meðal annars til að leiðrétta falskar nótur. Í Eurovision má hins vegar ekki nota auto-tune tækni en það kom ekki að sök hjá Reiley sem notaði samt sem áður annars konar tækni á rödd sína í viðlaginu við Breaking My Heart. Horfa má á flutning hans á úrslitakvöldi Dananna, Melodi grand prix, hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tsMZ-PGRnuw">watch on YouTube</a> Með sigrinum verður Reiley, sem heitir réttu nafni Rani Petersen, fyrsti Færeyingurinn til að keppa í Eurovision sem verður í ár haldið í Liverpool á Englandi. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria fluttu lagið I Was Gonna Marry Him á úrslitakvöldinu en lentu ekki í einu af efstu þremur sætunum. Flutning þeirra má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rlbDynyZL3Y">watch on YouTube</a> Systurnar hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið. Eurovision Danmörk Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hinn tvítugi Reiley bar sigur úr bítum í keppninni með laginu Breaking My Heart en hann var fyrir keppni talinn sigurstranglegastur af veðbönkum. Reiley ætti að vera notendum samfélagsmiðilsins TikTok kunnur en þar er hann með rúmlega 10 milljónir fylgjenda. Reiley þykir þó nokkuð umdeildur vegna notkunar sinnar á Auto-Tune tækni sem tónlistarmenn nota meðal annars til að leiðrétta falskar nótur. Í Eurovision má hins vegar ekki nota auto-tune tækni en það kom ekki að sök hjá Reiley sem notaði samt sem áður annars konar tækni á rödd sína í viðlaginu við Breaking My Heart. Horfa má á flutning hans á úrslitakvöldi Dananna, Melodi grand prix, hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tsMZ-PGRnuw">watch on YouTube</a> Með sigrinum verður Reiley, sem heitir réttu nafni Rani Petersen, fyrsti Færeyingurinn til að keppa í Eurovision sem verður í ár haldið í Liverpool á Englandi. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria fluttu lagið I Was Gonna Marry Him á úrslitakvöldinu en lentu ekki í einu af efstu þremur sætunum. Flutning þeirra má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rlbDynyZL3Y">watch on YouTube</a> Systurnar hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið.
Eurovision Danmörk Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira