Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. febrúar 2023 18:51 Færeyingurinn Reiley fagnaði sigri í dönsku undankeppninni í gær. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix, DR Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall. Hinn tvítugi Reiley bar sigur úr bítum í keppninni með laginu Breaking My Heart en hann var fyrir keppni talinn sigurstranglegastur af veðbönkum. Reiley ætti að vera notendum samfélagsmiðilsins TikTok kunnur en þar er hann með rúmlega 10 milljónir fylgjenda. Reiley þykir þó nokkuð umdeildur vegna notkunar sinnar á Auto-Tune tækni sem tónlistarmenn nota meðal annars til að leiðrétta falskar nótur. Í Eurovision má hins vegar ekki nota auto-tune tækni en það kom ekki að sök hjá Reiley sem notaði samt sem áður annars konar tækni á rödd sína í viðlaginu við Breaking My Heart. Horfa má á flutning hans á úrslitakvöldi Dananna, Melodi grand prix, hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tsMZ-PGRnuw">watch on YouTube</a> Með sigrinum verður Reiley, sem heitir réttu nafni Rani Petersen, fyrsti Færeyingurinn til að keppa í Eurovision sem verður í ár haldið í Liverpool á Englandi. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria fluttu lagið I Was Gonna Marry Him á úrslitakvöldinu en lentu ekki í einu af efstu þremur sætunum. Flutning þeirra má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rlbDynyZL3Y">watch on YouTube</a> Systurnar hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið. Eurovision Danmörk Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hinn tvítugi Reiley bar sigur úr bítum í keppninni með laginu Breaking My Heart en hann var fyrir keppni talinn sigurstranglegastur af veðbönkum. Reiley ætti að vera notendum samfélagsmiðilsins TikTok kunnur en þar er hann með rúmlega 10 milljónir fylgjenda. Reiley þykir þó nokkuð umdeildur vegna notkunar sinnar á Auto-Tune tækni sem tónlistarmenn nota meðal annars til að leiðrétta falskar nótur. Í Eurovision má hins vegar ekki nota auto-tune tækni en það kom ekki að sök hjá Reiley sem notaði samt sem áður annars konar tækni á rödd sína í viðlaginu við Breaking My Heart. Horfa má á flutning hans á úrslitakvöldi Dananna, Melodi grand prix, hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tsMZ-PGRnuw">watch on YouTube</a> Með sigrinum verður Reiley, sem heitir réttu nafni Rani Petersen, fyrsti Færeyingurinn til að keppa í Eurovision sem verður í ár haldið í Liverpool á Englandi. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria fluttu lagið I Was Gonna Marry Him á úrslitakvöldinu en lentu ekki í einu af efstu þremur sætunum. Flutning þeirra má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rlbDynyZL3Y">watch on YouTube</a> Systurnar hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið.
Eurovision Danmörk Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira