Guðmundur Ágúst fór holu í höggi í Singapúr Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 09:41 Guðmundur Ágúst náði sínum besta árangri á mótaröðinni til þessa. Vísir/Getty Guðmundur Ágúst Kristjánsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Singapore Classic mótinu í golfi sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Lokahringur mótsins fór fram í nótt og náði Guðmundur Ágúst draumahögginu á elleftu holu vallarins en brautin er rúmlega 180 metra löng. Draumahöggið á elleftu braut kórónaði frábæran lokahring Guðmundar sem lék hringinn á sex höggum undir pari vallarins en hann var á pari eftir fyrstu þrjá hringina eftir að hafa leikið þriðja hringinn á fjórum höggum yfir pari. Gudmundur Kristjansson makes a hole-in-one at the 199 yard 11th hole #SingaporeClassic pic.twitter.com/3WjMKFBqlx— DP World Tour (@DPWorldTour) February 12, 2023 Guðmundur endaði ásamt fimm öðrum kylfingum í 49.sæti mótsins sem er hans besti árangri á mótaröðinni til þessa en hún er sterkasta mótaröðin í Evrópu. Fyrir árangur sinn á mótinu fær Guðmundur tæplega 1,2 milljónir í verðlaunafé. Guðmundur heldur næst til Taílands þar sem næsta mót á mótaröðinni hefst á miðvikudag. Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Lokahringur mótsins fór fram í nótt og náði Guðmundur Ágúst draumahögginu á elleftu holu vallarins en brautin er rúmlega 180 metra löng. Draumahöggið á elleftu braut kórónaði frábæran lokahring Guðmundar sem lék hringinn á sex höggum undir pari vallarins en hann var á pari eftir fyrstu þrjá hringina eftir að hafa leikið þriðja hringinn á fjórum höggum yfir pari. Gudmundur Kristjansson makes a hole-in-one at the 199 yard 11th hole #SingaporeClassic pic.twitter.com/3WjMKFBqlx— DP World Tour (@DPWorldTour) February 12, 2023 Guðmundur endaði ásamt fimm öðrum kylfingum í 49.sæti mótsins sem er hans besti árangri á mótaröðinni til þessa en hún er sterkasta mótaröðin í Evrópu. Fyrir árangur sinn á mótinu fær Guðmundur tæplega 1,2 milljónir í verðlaunafé. Guðmundur heldur næst til Taílands þar sem næsta mót á mótaröðinni hefst á miðvikudag.
Golf Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira