Spánn: Svínaskítafýla allan ársins hring Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. febrúar 2023 13:30 Grísir á einu af mörg hundruð svínabúum á Spáni. Getty Images Spánn hefur á síðustu 15 árum skipað sér í fararbrodd sem stærsti svínaræktandi Evrópu. Þetta má þakka dreifbýlisátaki sem ætlað var að styrkja minnstu þorpin í landinu. Þar ríkir nú megn óánægja með átakið. Það eina sem það hafi skilið eftir sig sé svínaskítafýla alla daga ársins. Svín hafa alltaf verið mikilvæg spænskum landbúnaði. Eða hver þekkir ekki spænska skinku, La pata negra, drottningu skinkunnar á heimsvísu. Svínaræktendur ráðast til atlögu En öllu má nú ofgera. Það er að minnsta kosti skoðun margra þeirra sem telja svínaræktendur hafa farið offari hér í landi á síðustu 15 árum, eða svo. Í upphafi aldarinnar töldu svínaræktendur sig sjá tækifæri í litlum þorpum Spánar þar sem fólki fækkaði á ógnarhraða og þau lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Þeir þeyttust á milli þorpa og lofuðu fólki gulli og grænum skógum, skólarnir myndu opna að nýju, yfirgefin hús myndu fyllast af fjölskyldum sem hefðu vinnu við svínaiðnaðinn og bæirnir myndu blómstra að nýju. Hvergi fleiri svín innan Evrópusambandsins Margir litu við agninu… og gleyptu það. Nú 15 árum síðar er Spánn orðinn stærsti svínaræktandi Evrópu. Á Spáni búa 47 milljónir manns sem á ári hverju slátra 58 milljónum svína, sem er um fjórðungur allra svína sem slátrað er í Evrópusambandinu. Hins vegar hefur hin aukna svínarækt í litlu þorpunum víða skilið eftir sig biturt bragð… og megna skítafýlu. Það segir í öllu falli Natividad Pérez García, bæjarstjóri í Balsa de Ves í Valencia-héraði. Hún segir að svínaræktendur hafi fullyrt að bærinn yrði öfundaður af nágrannabæjunum ef þar yrði opnað stórt svínabú. Og að allir myndu vilja flytja þangað. Og bæjarbúar slógu til. Sér til mikillar eftirsjár. Þar sé nú svínaskítalykt alla daga ársins, og stanslaus röð vöruflutningabíla sem eyðileggi alla vegi bæjarins. Svínabúin menga vatnið Vatnið í bænum er með næstum þrisvar sinnum meira nítrat en leyfilegt er miðað við reglugerðir Evrópusambandsins, en nítrat síast oft niður í jarðveginn og grunnvatnið vegna óhóflegrar notkunar áburðar. Sömu sögu er að segja frá öðrum svæðum sem hafa sett upp stór svínabú, vatnið þar er víða með hættulega hátt innihald nítrats. Íberíusvín, sem gefa af sér hina heimsþekktu skinku; „La pata negra“.Dukas/Getty Images 800 grísir á hvern íbúa Í Balsa de Ves eru nú 126 íbúar. Á svínabúinu eru 3.900 gyltur sem ala af sér 100.000 grísi á ári. Það eru 800 grísir á hvern einstakan íbúa. Íbúum hefur ekki fjölgað, þvert á móti, þeim hefur fækkað um 40%. Sömu sögu er að segja annars staðar þar sem svínabú hafa verið opnuð. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að í þeim 400 litlu þorpum þar sem eru fleiri svín en fólk, hefur íbúum fækkað í 300 þorpanna. Skyldi engan undra, segir Pérez García, og hún spyr: Hvort skyldi fólk almennt kjósa í kringum sig og í vitum sér: Ilminn af furu eða rósmarín, eða fýluna af svínaskít? Spánn Svínakjöt Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Svín hafa alltaf verið mikilvæg spænskum landbúnaði. Eða hver þekkir ekki spænska skinku, La pata negra, drottningu skinkunnar á heimsvísu. Svínaræktendur ráðast til atlögu En öllu má nú ofgera. Það er að minnsta kosti skoðun margra þeirra sem telja svínaræktendur hafa farið offari hér í landi á síðustu 15 árum, eða svo. Í upphafi aldarinnar töldu svínaræktendur sig sjá tækifæri í litlum þorpum Spánar þar sem fólki fækkaði á ógnarhraða og þau lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Þeir þeyttust á milli þorpa og lofuðu fólki gulli og grænum skógum, skólarnir myndu opna að nýju, yfirgefin hús myndu fyllast af fjölskyldum sem hefðu vinnu við svínaiðnaðinn og bæirnir myndu blómstra að nýju. Hvergi fleiri svín innan Evrópusambandsins Margir litu við agninu… og gleyptu það. Nú 15 árum síðar er Spánn orðinn stærsti svínaræktandi Evrópu. Á Spáni búa 47 milljónir manns sem á ári hverju slátra 58 milljónum svína, sem er um fjórðungur allra svína sem slátrað er í Evrópusambandinu. Hins vegar hefur hin aukna svínarækt í litlu þorpunum víða skilið eftir sig biturt bragð… og megna skítafýlu. Það segir í öllu falli Natividad Pérez García, bæjarstjóri í Balsa de Ves í Valencia-héraði. Hún segir að svínaræktendur hafi fullyrt að bærinn yrði öfundaður af nágrannabæjunum ef þar yrði opnað stórt svínabú. Og að allir myndu vilja flytja þangað. Og bæjarbúar slógu til. Sér til mikillar eftirsjár. Þar sé nú svínaskítalykt alla daga ársins, og stanslaus röð vöruflutningabíla sem eyðileggi alla vegi bæjarins. Svínabúin menga vatnið Vatnið í bænum er með næstum þrisvar sinnum meira nítrat en leyfilegt er miðað við reglugerðir Evrópusambandsins, en nítrat síast oft niður í jarðveginn og grunnvatnið vegna óhóflegrar notkunar áburðar. Sömu sögu er að segja frá öðrum svæðum sem hafa sett upp stór svínabú, vatnið þar er víða með hættulega hátt innihald nítrats. Íberíusvín, sem gefa af sér hina heimsþekktu skinku; „La pata negra“.Dukas/Getty Images 800 grísir á hvern íbúa Í Balsa de Ves eru nú 126 íbúar. Á svínabúinu eru 3.900 gyltur sem ala af sér 100.000 grísi á ári. Það eru 800 grísir á hvern einstakan íbúa. Íbúum hefur ekki fjölgað, þvert á móti, þeim hefur fækkað um 40%. Sömu sögu er að segja annars staðar þar sem svínabú hafa verið opnuð. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að í þeim 400 litlu þorpum þar sem eru fleiri svín en fólk, hefur íbúum fækkað í 300 þorpanna. Skyldi engan undra, segir Pérez García, og hún spyr: Hvort skyldi fólk almennt kjósa í kringum sig og í vitum sér: Ilminn af furu eða rósmarín, eða fýluna af svínaskít?
Spánn Svínakjöt Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“