Spánn: Svínaskítafýla allan ársins hring Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. febrúar 2023 13:30 Grísir á einu af mörg hundruð svínabúum á Spáni. Getty Images Spánn hefur á síðustu 15 árum skipað sér í fararbrodd sem stærsti svínaræktandi Evrópu. Þetta má þakka dreifbýlisátaki sem ætlað var að styrkja minnstu þorpin í landinu. Þar ríkir nú megn óánægja með átakið. Það eina sem það hafi skilið eftir sig sé svínaskítafýla alla daga ársins. Svín hafa alltaf verið mikilvæg spænskum landbúnaði. Eða hver þekkir ekki spænska skinku, La pata negra, drottningu skinkunnar á heimsvísu. Svínaræktendur ráðast til atlögu En öllu má nú ofgera. Það er að minnsta kosti skoðun margra þeirra sem telja svínaræktendur hafa farið offari hér í landi á síðustu 15 árum, eða svo. Í upphafi aldarinnar töldu svínaræktendur sig sjá tækifæri í litlum þorpum Spánar þar sem fólki fækkaði á ógnarhraða og þau lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Þeir þeyttust á milli þorpa og lofuðu fólki gulli og grænum skógum, skólarnir myndu opna að nýju, yfirgefin hús myndu fyllast af fjölskyldum sem hefðu vinnu við svínaiðnaðinn og bæirnir myndu blómstra að nýju. Hvergi fleiri svín innan Evrópusambandsins Margir litu við agninu… og gleyptu það. Nú 15 árum síðar er Spánn orðinn stærsti svínaræktandi Evrópu. Á Spáni búa 47 milljónir manns sem á ári hverju slátra 58 milljónum svína, sem er um fjórðungur allra svína sem slátrað er í Evrópusambandinu. Hins vegar hefur hin aukna svínarækt í litlu þorpunum víða skilið eftir sig biturt bragð… og megna skítafýlu. Það segir í öllu falli Natividad Pérez García, bæjarstjóri í Balsa de Ves í Valencia-héraði. Hún segir að svínaræktendur hafi fullyrt að bærinn yrði öfundaður af nágrannabæjunum ef þar yrði opnað stórt svínabú. Og að allir myndu vilja flytja þangað. Og bæjarbúar slógu til. Sér til mikillar eftirsjár. Þar sé nú svínaskítalykt alla daga ársins, og stanslaus röð vöruflutningabíla sem eyðileggi alla vegi bæjarins. Svínabúin menga vatnið Vatnið í bænum er með næstum þrisvar sinnum meira nítrat en leyfilegt er miðað við reglugerðir Evrópusambandsins, en nítrat síast oft niður í jarðveginn og grunnvatnið vegna óhóflegrar notkunar áburðar. Sömu sögu er að segja frá öðrum svæðum sem hafa sett upp stór svínabú, vatnið þar er víða með hættulega hátt innihald nítrats. Íberíusvín, sem gefa af sér hina heimsþekktu skinku; „La pata negra“.Dukas/Getty Images 800 grísir á hvern íbúa Í Balsa de Ves eru nú 126 íbúar. Á svínabúinu eru 3.900 gyltur sem ala af sér 100.000 grísi á ári. Það eru 800 grísir á hvern einstakan íbúa. Íbúum hefur ekki fjölgað, þvert á móti, þeim hefur fækkað um 40%. Sömu sögu er að segja annars staðar þar sem svínabú hafa verið opnuð. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að í þeim 400 litlu þorpum þar sem eru fleiri svín en fólk, hefur íbúum fækkað í 300 þorpanna. Skyldi engan undra, segir Pérez García, og hún spyr: Hvort skyldi fólk almennt kjósa í kringum sig og í vitum sér: Ilminn af furu eða rósmarín, eða fýluna af svínaskít? Spánn Svínakjöt Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Svín hafa alltaf verið mikilvæg spænskum landbúnaði. Eða hver þekkir ekki spænska skinku, La pata negra, drottningu skinkunnar á heimsvísu. Svínaræktendur ráðast til atlögu En öllu má nú ofgera. Það er að minnsta kosti skoðun margra þeirra sem telja svínaræktendur hafa farið offari hér í landi á síðustu 15 árum, eða svo. Í upphafi aldarinnar töldu svínaræktendur sig sjá tækifæri í litlum þorpum Spánar þar sem fólki fækkaði á ógnarhraða og þau lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Þeir þeyttust á milli þorpa og lofuðu fólki gulli og grænum skógum, skólarnir myndu opna að nýju, yfirgefin hús myndu fyllast af fjölskyldum sem hefðu vinnu við svínaiðnaðinn og bæirnir myndu blómstra að nýju. Hvergi fleiri svín innan Evrópusambandsins Margir litu við agninu… og gleyptu það. Nú 15 árum síðar er Spánn orðinn stærsti svínaræktandi Evrópu. Á Spáni búa 47 milljónir manns sem á ári hverju slátra 58 milljónum svína, sem er um fjórðungur allra svína sem slátrað er í Evrópusambandinu. Hins vegar hefur hin aukna svínarækt í litlu þorpunum víða skilið eftir sig biturt bragð… og megna skítafýlu. Það segir í öllu falli Natividad Pérez García, bæjarstjóri í Balsa de Ves í Valencia-héraði. Hún segir að svínaræktendur hafi fullyrt að bærinn yrði öfundaður af nágrannabæjunum ef þar yrði opnað stórt svínabú. Og að allir myndu vilja flytja þangað. Og bæjarbúar slógu til. Sér til mikillar eftirsjár. Þar sé nú svínaskítalykt alla daga ársins, og stanslaus röð vöruflutningabíla sem eyðileggi alla vegi bæjarins. Svínabúin menga vatnið Vatnið í bænum er með næstum þrisvar sinnum meira nítrat en leyfilegt er miðað við reglugerðir Evrópusambandsins, en nítrat síast oft niður í jarðveginn og grunnvatnið vegna óhóflegrar notkunar áburðar. Sömu sögu er að segja frá öðrum svæðum sem hafa sett upp stór svínabú, vatnið þar er víða með hættulega hátt innihald nítrats. Íberíusvín, sem gefa af sér hina heimsþekktu skinku; „La pata negra“.Dukas/Getty Images 800 grísir á hvern íbúa Í Balsa de Ves eru nú 126 íbúar. Á svínabúinu eru 3.900 gyltur sem ala af sér 100.000 grísi á ári. Það eru 800 grísir á hvern einstakan íbúa. Íbúum hefur ekki fjölgað, þvert á móti, þeim hefur fækkað um 40%. Sömu sögu er að segja annars staðar þar sem svínabú hafa verið opnuð. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að í þeim 400 litlu þorpum þar sem eru fleiri svín en fólk, hefur íbúum fækkað í 300 þorpanna. Skyldi engan undra, segir Pérez García, og hún spyr: Hvort skyldi fólk almennt kjósa í kringum sig og í vitum sér: Ilminn af furu eða rósmarín, eða fýluna af svínaskít?
Spánn Svínakjöt Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira