Mamman ein óvæntasta stjarnan í Super Bowl vikunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 21:01 Donna Kelce bregður á leik á fjölmiðlakvöldi Super Bowl leiksins sem fór fram í Phoenix á mánudagskvöldið. Getty Images / Cooper Neill Það verður brotið blað í sögu Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, þegar bræður mætast inni á vellinum í fyrsta sinn. Það eru þeir Jason Kelce, miðherji í sóknarlínu Philadelphia Eagles, og innherjinn Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Ekki einungis eru þeir báðir meðal bestu leikmanna deildarinnar í dag, þeir eru einnig meðal bestu leikmanna í sinni leikstöðu frá upphafi. „Ég hef nú ekkert nefnt neitt við hann hvað sálfræðihernað varðar,“ sagði Jason spurður í vikunni hvort að eitthvað slíkt væri uppi á teningnum hjá þeim bræðrum. „Ég vildi frekar óska þess að ég vissi hvernig á að stöðva hann,“ bætti hann við. Úrslitaleikir Ameríkudeildarinnar annars vegar og Þjóðadeildarinnar hins vegar fóru fram um þarsíðustu helgi en þar réðst hvaða lið kæmust í Super Bowl. Eagles lenti ekki í teljandi vandræðum með San Francisco 49ers en það var talsvert meiri spenna í viðureign Chiefs og Cincinnati Bengals. Mamma þeirra bræðra, Donna Kelce, sagðist hafa átt erfitt með sig þegar það leið á leik Chiefs og Bengals. „Skyndilega fer maður að hugsa - gæti þetta í alvörunni gerst. Þeir hafa látið sig dreyma um þetta síðan þeir voru 10 ára gamlir,“ sagði hún en Donna hefur verið ein helsta fjölmiðlastjarnan í Phoenix í Super Bowl vikunni og er nú orðin þjóðþekkt. Viðureign þeirra bræðra fer fram annað kvöld og hefst leikur Eagles og Chiefs klukkan 23.30. Upphitun á Stöð 2 Sport verður frá klukkan 22.00. NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Það eru þeir Jason Kelce, miðherji í sóknarlínu Philadelphia Eagles, og innherjinn Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Ekki einungis eru þeir báðir meðal bestu leikmanna deildarinnar í dag, þeir eru einnig meðal bestu leikmanna í sinni leikstöðu frá upphafi. „Ég hef nú ekkert nefnt neitt við hann hvað sálfræðihernað varðar,“ sagði Jason spurður í vikunni hvort að eitthvað slíkt væri uppi á teningnum hjá þeim bræðrum. „Ég vildi frekar óska þess að ég vissi hvernig á að stöðva hann,“ bætti hann við. Úrslitaleikir Ameríkudeildarinnar annars vegar og Þjóðadeildarinnar hins vegar fóru fram um þarsíðustu helgi en þar réðst hvaða lið kæmust í Super Bowl. Eagles lenti ekki í teljandi vandræðum með San Francisco 49ers en það var talsvert meiri spenna í viðureign Chiefs og Cincinnati Bengals. Mamma þeirra bræðra, Donna Kelce, sagðist hafa átt erfitt með sig þegar það leið á leik Chiefs og Bengals. „Skyndilega fer maður að hugsa - gæti þetta í alvörunni gerst. Þeir hafa látið sig dreyma um þetta síðan þeir voru 10 ára gamlir,“ sagði hún en Donna hefur verið ein helsta fjölmiðlastjarnan í Phoenix í Super Bowl vikunni og er nú orðin þjóðþekkt. Viðureign þeirra bræðra fer fram annað kvöld og hefst leikur Eagles og Chiefs klukkan 23.30. Upphitun á Stöð 2 Sport verður frá klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Sjá meira