Ekkert verður af Bandarísku söngvakeppninni 2023 Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2023 08:03 Kynnarnir Snoop Dogg og Kelly Clarkson með sigurvegara American Song Contest 2023, AleXa sem keppti fyrir hönd Oklahoma. Getty Óhætt er að segja að vinsældir Bandarísku söngvakeppninnar, systurkeppni Eurovision, hafi ekki orðið eins miklar og aðstandendur keppninnar höfðu vonast eftir. Nú staðfesta þeir að ekkert verði af keppninni í ár, en vonast til að keppnin verði aftur á skjánum 2024. Frá þessu segir í sænska Aftonbladet þar sem rætt er við Christer Björkman sem var maðurinn sem fenginn var til að koma Bandarísku söngvakeppninni, eða American Song Contest, á koppinn. Hann hafði áður verið allt í öllu þegar kom framleiðslu á Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision. Bandaríska söngvakeppnin var í fyrsta sinn haldin á síðasta ári þar sem K-pop stjarnan AleXa, sem flutti lagið Wonderland stóð uppi sem sigurvegari. Hún var fulltrúi Oklahoma í keppninni. Riker Lynch frá Colorado var í öðru sæti og Jordan Smith frá Kentucky í því þriðja. Meðal annarra keppenda í fyrra voru frægir tónlistarmenn á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó. Kynnar voru svo söngvararnir Kelly Clarkson og Snoop Dogg. Björkman segir mjög erfitt að koma keppni sem þessari inn á markaðinn í Bandaríkjunum. Það krefst þess að vera þolinmóður til að tryggja að fyrirbærið nái að festa sig í sessi. Áhorfið á keppnina í fyrra var ekki mikið, raunar minna en áhorfið í Melodifestivalen í Svíþjóð. Björkman segist þó vonast til að hægt verði að halda keppnina aftur árið 2024. Hann segist stoltur af teyminu sem stóð að framkvæmd Bandarísku söngvakeppninnar. Hann segir þó óvíst hvort að NBC vilji halda áfram að framleiða keppnina. Björkman bendir á að markaðssetningin hafi ekki verið nægilega góð og þá hafi það verið mistök af hálfu NBC að sýna keppnina á sama tíma og Idol var í gangi. Hann segir einnig að vonir standi enn til að hægt verði að koma á laggirnar söngvakeppni, sem svipi til Eurovision, bæði í Kanada og í Suður-Ameríku. Sú vinna sé enn í gangi. Í keppninni voru tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna, fimm yfirráðasvæðum og svo höfuðborginni sjálfri. Keppnin stóð í átta vikur þar sem þættirnir voru sýndir í beinni útsendingu. Bandaríska söngvakeppnin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Frá þessu segir í sænska Aftonbladet þar sem rætt er við Christer Björkman sem var maðurinn sem fenginn var til að koma Bandarísku söngvakeppninni, eða American Song Contest, á koppinn. Hann hafði áður verið allt í öllu þegar kom framleiðslu á Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision. Bandaríska söngvakeppnin var í fyrsta sinn haldin á síðasta ári þar sem K-pop stjarnan AleXa, sem flutti lagið Wonderland stóð uppi sem sigurvegari. Hún var fulltrúi Oklahoma í keppninni. Riker Lynch frá Colorado var í öðru sæti og Jordan Smith frá Kentucky í því þriðja. Meðal annarra keppenda í fyrra voru frægir tónlistarmenn á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó. Kynnar voru svo söngvararnir Kelly Clarkson og Snoop Dogg. Björkman segir mjög erfitt að koma keppni sem þessari inn á markaðinn í Bandaríkjunum. Það krefst þess að vera þolinmóður til að tryggja að fyrirbærið nái að festa sig í sessi. Áhorfið á keppnina í fyrra var ekki mikið, raunar minna en áhorfið í Melodifestivalen í Svíþjóð. Björkman segist þó vonast til að hægt verði að halda keppnina aftur árið 2024. Hann segist stoltur af teyminu sem stóð að framkvæmd Bandarísku söngvakeppninnar. Hann segir þó óvíst hvort að NBC vilji halda áfram að framleiða keppnina. Björkman bendir á að markaðssetningin hafi ekki verið nægilega góð og þá hafi það verið mistök af hálfu NBC að sýna keppnina á sama tíma og Idol var í gangi. Hann segir einnig að vonir standi enn til að hægt verði að koma á laggirnar söngvakeppni, sem svipi til Eurovision, bæði í Kanada og í Suður-Ameríku. Sú vinna sé enn í gangi. Í keppninni voru tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna, fimm yfirráðasvæðum og svo höfuðborginni sjálfri. Keppnin stóð í átta vikur þar sem þættirnir voru sýndir í beinni útsendingu.
Bandaríska söngvakeppnin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Sigurvegari fyrsta ameríska Eurovision krýndur *Höskuldarviðvörun* Fyrsti sigurvegari Amerísku Söngvakeppninnar hefur verið krýndur. Keppnin fór í gang fyrr á árinu og hefur staðið yfir í átta vikur sem ameríska útgáfan af Eurovision. 10. maí 2022 20:00