Ten Hag: Sancho getur haft mikil áhrif Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 23:30 Leikmenn United fagna marki Jadon Sancho í kvöld. Vísir/Getty Erik Tan Hag þjálfari Manchester United viðurkenndi að það væru blendnar tilfinningar að hafa gert jafntefli við Leeds United í kvöld en United kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Að sjálfsögðu erum við ánægðir að hafa náð stigi en við töpuðum tveimur stigum. Þetta var mjög slæm byrjun, óásættanlegt, sérstaklega í nágrannaslag þar sem þú þarft að vera tilbúinn að berjast og taka ábyrgð. Við gerðum það ekki,“ sagði Ten Hag en Leeds komst í 1-0 áður en ein mínúta var liðin af leiknum. Hann sagði að það hefði ekki komið honum á óvart að Leeds hafi byrjað af krafti. „Við vissum að þeir yrðu grimmir. Gegn liði sem er á góðu róli vildu þeir reyna að komast í návígin og þeir gerðu það.“ „Við sköpuðum góð færi. Garnacho í tvígang, Sabitzer, skallinn frá Raphael (Varane). Í hálfleik var staðan þannig að við þurftum að jafna en ef þú byrjar seinni hálfleik á sama slæma hátt og þann fyrri þá gerir þú þér þetta erfitt fyrir,“ en annað mark Leeds kom strax í upphafi seinni hálfleiks. Jadon Sancho kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði jöfnunarmarkið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og ekki komið mikið við sögu í vetur. Ten Hag hafði meðal annars tjáð sig um líkamlegt ástand leikmannsins og sagði hann ekki tilbúinn að æfa með liðinu á þeim tímapunkti. „Ég vildi öðruvísi dýnamík í leikinn. Á þessu augnabliki vorum við ekki inni í leiknum en sem betur fer heppnaðist þetta því við skoruðum tvö mörk. Ég er mjög ánægður, hann er kominn til baka og við vitum að hann er frábær leikmaður. Ég hugsa stöðugt um hversu mikil áhrif hann getur haft en hann þarf að leggja hart að sér. Þetta mun hvetja hann til að gera meira, þetta mun styrkja hann.“ Tengdar fréttir Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
„Að sjálfsögðu erum við ánægðir að hafa náð stigi en við töpuðum tveimur stigum. Þetta var mjög slæm byrjun, óásættanlegt, sérstaklega í nágrannaslag þar sem þú þarft að vera tilbúinn að berjast og taka ábyrgð. Við gerðum það ekki,“ sagði Ten Hag en Leeds komst í 1-0 áður en ein mínúta var liðin af leiknum. Hann sagði að það hefði ekki komið honum á óvart að Leeds hafi byrjað af krafti. „Við vissum að þeir yrðu grimmir. Gegn liði sem er á góðu róli vildu þeir reyna að komast í návígin og þeir gerðu það.“ „Við sköpuðum góð færi. Garnacho í tvígang, Sabitzer, skallinn frá Raphael (Varane). Í hálfleik var staðan þannig að við þurftum að jafna en ef þú byrjar seinni hálfleik á sama slæma hátt og þann fyrri þá gerir þú þér þetta erfitt fyrir,“ en annað mark Leeds kom strax í upphafi seinni hálfleiks. Jadon Sancho kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði jöfnunarmarkið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og ekki komið mikið við sögu í vetur. Ten Hag hafði meðal annars tjáð sig um líkamlegt ástand leikmannsins og sagði hann ekki tilbúinn að æfa með liðinu á þeim tímapunkti. „Ég vildi öðruvísi dýnamík í leikinn. Á þessu augnabliki vorum við ekki inni í leiknum en sem betur fer heppnaðist þetta því við skoruðum tvö mörk. Ég er mjög ánægður, hann er kominn til baka og við vitum að hann er frábær leikmaður. Ég hugsa stöðugt um hversu mikil áhrif hann getur haft en hann þarf að leggja hart að sér. Þetta mun hvetja hann til að gera meira, þetta mun styrkja hann.“
Tengdar fréttir Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30
Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01