Sá yngsti til að skora gegn United á Old Trafford síðan 2001 Smári Jökull Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 07:01 Wilfried Gnonto skýtur boltanum hér framhjá Lisandro Martinez og í netið hjá United í gærkvöld. Vísir/Getty Það tók Wilfried Gnonto aðeins tæpa mínútu að skora fyrir Leeds gegn Manchester United á Old Trafford í gærkvöld. Ekki nóg með það heldur var markið sögulegt. Manchester United og Leeds gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld en liðin mættust á Old Trafford, heimavelli United. Wilfried Gnonto skoraði fyrsta mark Leeds strax á fyrstu mínútu leiksins og sjálfsmark frá Raphael Varane tvöfaldaði forystu gestanna áður en Marcus Rashford og Jadon Sancho skoruðu fyrir United í seinni hálfleiknum og tryggðu heimamönnum eitt stig. Mark Gnonto í gærkvöld var sögulegt því hann er yngsti leikmaðurinn til að skora gegn United á Old Trafford síðan Jermain Defoe skoraði fyrir West Ham í desember árið 2001. Þá er Gnonto yngsti erlendi leikmaðurinn til að skora á Old Trafford en hann er 19 ára og 95 daga gamall. „Mér fannst við spila vel, reyndum að berjast saman og sýndum að við erum með gott lið. Við getum unnið gegn öllum og þetta er blendnar tilfinningar því við vildum vinna. Við eigum leik á sunnudag og ætlum að sækja sigur þar,“ sagði Gnonto í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Gnonto kom til liðs við Leeds í september og skoraði sitt fyrsta mark í janúar í 2-2 jafntefli gegn West Ham. „Við viljum byrja leikina vel og sýna andstæðingunum að við séum mættir. Við reyndum að gera það í dag og það tókst. Við fengum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik sem er synd.“ Leeds á í harðri fallbaráttu og geta byggt á frammistöðunni í gærkvöld þar sem liðið náði í stig á erfiðum útivelli. „Þetta var jákvætt í kvöld. Við sýndum karakter og það er mikilvægt. Við getum unnið alla og við erum með mikla hæfileika í liðinu.“ Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Manchester United og Leeds gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld en liðin mættust á Old Trafford, heimavelli United. Wilfried Gnonto skoraði fyrsta mark Leeds strax á fyrstu mínútu leiksins og sjálfsmark frá Raphael Varane tvöfaldaði forystu gestanna áður en Marcus Rashford og Jadon Sancho skoruðu fyrir United í seinni hálfleiknum og tryggðu heimamönnum eitt stig. Mark Gnonto í gærkvöld var sögulegt því hann er yngsti leikmaðurinn til að skora gegn United á Old Trafford síðan Jermain Defoe skoraði fyrir West Ham í desember árið 2001. Þá er Gnonto yngsti erlendi leikmaðurinn til að skora á Old Trafford en hann er 19 ára og 95 daga gamall. „Mér fannst við spila vel, reyndum að berjast saman og sýndum að við erum með gott lið. Við getum unnið gegn öllum og þetta er blendnar tilfinningar því við vildum vinna. Við eigum leik á sunnudag og ætlum að sækja sigur þar,“ sagði Gnonto í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Gnonto kom til liðs við Leeds í september og skoraði sitt fyrsta mark í janúar í 2-2 jafntefli gegn West Ham. „Við viljum byrja leikina vel og sýna andstæðingunum að við séum mættir. Við reyndum að gera það í dag og það tókst. Við fengum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik sem er synd.“ Leeds á í harðri fallbaráttu og geta byggt á frammistöðunni í gærkvöld þar sem liðið náði í stig á erfiðum útivelli. „Þetta var jákvætt í kvöld. Við sýndum karakter og það er mikilvægt. Við getum unnið alla og við erum með mikla hæfileika í liðinu.“
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira