„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2023 06:48 Maður heldur á líkamsleifum barns sem lést í skjálftanum. AP/Ghaith Alsayed Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans á mánudagsmorgunn, sem var 7,8 stig. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar eru margir reiðir og örvæntingafullir og gagnrýna stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. „Það er ekki ein einasta manneskja hér. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls,“ hefur Reuters eftir Murat Alinak. Húsið hans í Malatya hrundi og ættingja hans er saknað. „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Vitni sögðu í samtali við AFP að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústunum. Þegar björgunarmenn komu loks á staðinn unnu þeir í nokkra tíma en hættu svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Í Hatay hrundu margar opinberar byggingar, þeirra á meðal miðstöð almannavarna á svæðinu. Moments of hope from the midst of the disaster. Our teams managed to rescue Jana alive from under the rubble of her house in the town of Jenderes, north of #Aleppo, yesterday, Tuesday, February 7, after the violent #earthquake that struck NW #Syria at dawn on Monday, February 6. pic.twitter.com/VhnJPqaYN5— The White Helmets (@SyriaCivilDef) February 7, 2023 „Ég er svo reiður,“ hefur Guardian eftir Gönul Tol, sérfræðingi hjá Middle East Institute í Washington. „Fólk er að reyna að grafa út ástvini sína sem eru fastir í rústunum. Það er kalt, það rignir og það er er ekkert rafmagn. Einn fjölskyldumeðlimur er fastur undir stórum steypubita og hefur beðið klukkustundum saman eftir björgun.“ Murat Harun Öngören, samhæfingastjóri hjá hjálparstofnuninni AKUT, segir veður og færð hafa hamlað björgunarstörfum og ekki síður gríðarlegt umfang hörmunganna. Því lengur sem fólk þyrfti að bíða í rústunum, því meiri líkur væru á að þeim yrði ekki bjargað. „Þetta er kapphlaup við tímann,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, í gær. „Með hverri mínútu, hverjum klukkutíma minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi.“ Menn hafa ekki síst áhyggjur af stöðu mála í Sýrlandi, þar sem margir áttu um sárt að binda fyrir náttúruhamfarirnar í kjölfar tólf ára borgarastyrjaldar. Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfar stóra skjálftans á mánudagsmorgunn, sem var 7,8 stig. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar eru margir reiðir og örvæntingafullir og gagnrýna stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. „Það er ekki ein einasta manneskja hér. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls,“ hefur Reuters eftir Murat Alinak. Húsið hans í Malatya hrundi og ættingja hans er saknað. „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Vitni sögðu í samtali við AFP að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústunum. Þegar björgunarmenn komu loks á staðinn unnu þeir í nokkra tíma en hættu svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Í Hatay hrundu margar opinberar byggingar, þeirra á meðal miðstöð almannavarna á svæðinu. Moments of hope from the midst of the disaster. Our teams managed to rescue Jana alive from under the rubble of her house in the town of Jenderes, north of #Aleppo, yesterday, Tuesday, February 7, after the violent #earthquake that struck NW #Syria at dawn on Monday, February 6. pic.twitter.com/VhnJPqaYN5— The White Helmets (@SyriaCivilDef) February 7, 2023 „Ég er svo reiður,“ hefur Guardian eftir Gönul Tol, sérfræðingi hjá Middle East Institute í Washington. „Fólk er að reyna að grafa út ástvini sína sem eru fastir í rústunum. Það er kalt, það rignir og það er er ekkert rafmagn. Einn fjölskyldumeðlimur er fastur undir stórum steypubita og hefur beðið klukkustundum saman eftir björgun.“ Murat Harun Öngören, samhæfingastjóri hjá hjálparstofnuninni AKUT, segir veður og færð hafa hamlað björgunarstörfum og ekki síður gríðarlegt umfang hörmunganna. Því lengur sem fólk þyrfti að bíða í rústunum, því meiri líkur væru á að þeim yrði ekki bjargað. „Þetta er kapphlaup við tímann,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, í gær. „Með hverri mínútu, hverjum klukkutíma minnka líkurnar á því að finna fólk á lífi.“ Menn hafa ekki síst áhyggjur af stöðu mála í Sýrlandi, þar sem margir áttu um sárt að binda fyrir náttúruhamfarirnar í kjölfar tólf ára borgarastyrjaldar.
Tyrkland Sýrland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira