Í kappi við kuldann Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2023 17:51 Fólk leitar í rústum húss í Jinderis í Sýrlandi. Fyrr í dag var nýfæddu barni bjargað úr rústum hússins en móðir stúlkunnar fæddi hana eftir að húsið hrundi. AP/Ghaith Alsayed Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. Þá bjuggu margir við slæmar aðstæður á svæðinu fyrir jarðskjálftana en þarna halda milljónir manna til í flóttamannabúðum sem flúið hafa vegna átaka í Sýrlandi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í dag að björgunaraðilar væru í kapphlaupi. Hver mínúta þýddi að líkur á því að finna fólk á lífi minnkuðu. Fjöldi látinna er á miklu reyki en staðfest er að minnst fimm þúsund eru dáin og er búist við því að talan muni hækka mikið. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði til að mynda við Reuters að óttast væri að þúsundir barna hefðu dáið vegna jarðskjálftanna. Minnst átta þúsund manns hefur verið bjargað úr rústum í Tyrklandi. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig en honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar og þar á meðal einn sem var 7,5 stig. Nokkrir eftirskjálftar hafa verið yfir sex stigum. Sjá einnig: Hvert húsið hrundi á eftir öðru AP fréttaveitan segir að jarðskjálftarnir hafi valdið miklu tjóni á stóru svæði og björgunarsveitir hafi átt í basli með að komast til margra byggða sem urðu illa úti. Á meðan hafi raddir fólks sem heyrðust úr rústum húsa þagnað. „Við heyrðum í þeim, þau voru að kalla eftir hjálp,“ sagði Ali Silo við blaðamann fréttaveitunnar. Þar var hann að tala um tvo ættingja sína í bænum Nurdagi í Tyrklandi. Ekki tókst að bjarga þeim úr rústum húss. Annar viðmælandi AP í Antakya í Tyrklandi sagðist heyra í sjötugri móður sinni í rústum. Hins vegar hafi ekki reynst hægt að ná henni úr rústunum því stórar vinnuvélar þurfi til og engin hjálp hafi borist enn. „Ef við gætum lyft steypunni næðum við til hennar. Móðir mín er sjötug. Ég veit ekki hve lengi hún þolir þetta.“ Half of city of Mara is destroyed in #Turkey Footage via @njeopard pic.twitter.com/azzD8SwmJT— Rag p Soylu (@ragipsoylu) February 7, 2023 Reuters hefur eftir Murat Alinak, sem býr í Malatya í Tyrklandi að þangað hafi engin hjálp borist enn. „Það er enginn hérna. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls. Hvað á ég að gera? Hvert get ég farið?“ sagði Alinak. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur skipað tyrkneska hernum að aðstoða við björgunarstörfin og að setja upp tjaldbyggðir fyrir fólk sem á í engin hús að sækja. Tyrkland Sýrland Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Þá bjuggu margir við slæmar aðstæður á svæðinu fyrir jarðskjálftana en þarna halda milljónir manna til í flóttamannabúðum sem flúið hafa vegna átaka í Sýrlandi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í dag að björgunaraðilar væru í kapphlaupi. Hver mínúta þýddi að líkur á því að finna fólk á lífi minnkuðu. Fjöldi látinna er á miklu reyki en staðfest er að minnst fimm þúsund eru dáin og er búist við því að talan muni hækka mikið. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði til að mynda við Reuters að óttast væri að þúsundir barna hefðu dáið vegna jarðskjálftanna. Minnst átta þúsund manns hefur verið bjargað úr rústum í Tyrklandi. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig en honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar og þar á meðal einn sem var 7,5 stig. Nokkrir eftirskjálftar hafa verið yfir sex stigum. Sjá einnig: Hvert húsið hrundi á eftir öðru AP fréttaveitan segir að jarðskjálftarnir hafi valdið miklu tjóni á stóru svæði og björgunarsveitir hafi átt í basli með að komast til margra byggða sem urðu illa úti. Á meðan hafi raddir fólks sem heyrðust úr rústum húsa þagnað. „Við heyrðum í þeim, þau voru að kalla eftir hjálp,“ sagði Ali Silo við blaðamann fréttaveitunnar. Þar var hann að tala um tvo ættingja sína í bænum Nurdagi í Tyrklandi. Ekki tókst að bjarga þeim úr rústum húss. Annar viðmælandi AP í Antakya í Tyrklandi sagðist heyra í sjötugri móður sinni í rústum. Hins vegar hafi ekki reynst hægt að ná henni úr rústunum því stórar vinnuvélar þurfi til og engin hjálp hafi borist enn. „Ef við gætum lyft steypunni næðum við til hennar. Móðir mín er sjötug. Ég veit ekki hve lengi hún þolir þetta.“ Half of city of Mara is destroyed in #Turkey Footage via @njeopard pic.twitter.com/azzD8SwmJT— Rag p Soylu (@ragipsoylu) February 7, 2023 Reuters hefur eftir Murat Alinak, sem býr í Malatya í Tyrklandi að þangað hafi engin hjálp borist enn. „Það er enginn hérna. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls. Hvað á ég að gera? Hvert get ég farið?“ sagði Alinak. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur skipað tyrkneska hernum að aðstoða við björgunarstörfin og að setja upp tjaldbyggðir fyrir fólk sem á í engin hús að sækja.
Tyrkland Sýrland Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40