Zlatan í uppáhaldi hjá nýliðanum í landsliðinu en felur stælana betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2023 09:00 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir gæti þreytt frumraun sína með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu á Spáni. vísir/hulda margrét Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nítján ára framherji Þróttar, er eini nýliðinn í íslenska fótboltalandsliðinu sem keppir á Pinatar-mótinu á Spáni síðar í mánuðinum. Hún er búin að jafna sig að fullu á hnémeiðslunum sem plöguðu hana í fyrra og ætlar sér að keppa á toppi Bestu deildarinnar með Þrótti í sumar. Eftirlætis leikmaður hennar er Svíinn kokhrausti, Zlatan Ibrahimovic. „Ég er fyrst og fremst stolt, mjög þakklát fyrir tækifærið og þetta er ógeðslega mikill heiður að vera kölluð upp í svona sterkt og gott landslið,“ sagði Ólöf í samtali við Vísi. Hún var nokkuð vongóð um að vera valin í landsliðið. „Þetta kom mér alveg á óvart en ég átti alveg von á þessu. Þetta er búið að vera markmið hjá mér og draumur síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að hann sé að rætast,“ sagði Ólöf. Ólöf hefur verið rjúkandi heit í vetur og skorað tíu mörk í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu.vísir/hulda margrét Hún þetta ekki beint fyrir þegar hún fylgdist með Evrópumótinu síðasta sumar í sjónvarpinu, að hún yrði í landsliðinu rúmu hálfu ári seinna, enda glímdi hún við erfið meiðsli þá. Betri eftir meiðslin „Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég bjóst ekkert við því að komast inn í hópinn svona snemma, líka bara eftir meiðslin mín. Mér finnst ég hafa stigið vel upp úr þeim meiðslum. Mér finnst ég hafa komið sterkari til baka, bæði líkamlega og andlega. Ég held ég sé mjög tilbúin fyrir þetta,“ sagði Ólöf. Henni finnst hún vera búin að endurheimta fyrri styrk eftir meiðslin. Ólöf hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað ellefu mörk.vísir/hulda margrét „Já, 99 prósent. Það er alltaf eitt prósent. Ég er á góðu róli og finn það alveg. Hnéð er að verða eins og það varð áður, jafnvel betra. Mér finnst þessi meiðsli hafa gert mig að betri leikmanni,“ sagði Ólöf. Hún er uppalin í Val en var lánuð til ÍA og svo til Þróttar. Hún fann sig vel hjá Laugardalsliðinu og skoraði samtals tólf deildarmörk fyrir það 2020 og 2021. Ólöf gekk svo alfarið í raðir Þróttar í fyrra. Á síðasta tímabili spilaði hún aðeins átta deildarleiki vegna meiðsla og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún segir að félagaskiptin til Þróttar hafi verið heillaskref. Klippa: Viðtal við Ólöfu Sigríði „Allavega mig og Þrótt. Mér líður allavega ótrúlega vel hérna. Við erum á mikilli uppleið og það er gaman að vera partur af því,“ sagði Ólöf. Stefna á toppinn Hún lýgur engu um uppganginn í Þrótti. Liðið vann sér sæti í efstu deild 2019 og endaði í 5. sæti sem nýliði 2020. Tímabilið á eftir var svo það besta í sögu Þróttar. Liðið endaði í 3. sæti og komst í bikarúrslit. Í fyrra urðu Þróttarar svo í 4. sæti. „Að gera betur en seinast. Það er alltaf markmiðið,“ sagði Ólöf aðspurð hvert næsta skref Þróttara yrði. Að hennar mati er Þróttur með lið sem getur blandað sér í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Þróttur hefur endað í efri hluta efstu deildar þrjú tímabil í röð.vísir/hulda margrét „Algjörlega. Við erum enn ungar. Við erum búnar að vera með ungt lið í fjögur ár en erum búnar að þroskast og dafna svo mikið. Það er alltaf sami kjarninn. Ég held við eigum mjög góða möguleika í allt í sumar.“ Ótrúlega gaman að spila með henni Í vetur hefur Þróttur endurheimt Katie Cousins sem var einn albesti leikmaður efstu deildar 2021. „Allir sem koma inn í liðið gefa okkur aukakraft og Katie Cousins er frábær. Það er ótrúlega gaman að spila með henni og ég get ekki beðið eftir því að fá hana aftur,“ sagði Ólöf. Tekur það góða frá öðrum Ekki stóð á svari er hún var spurð hvaða framherja hún liti helst upp til. „Mjög margir. Maður tekur það besta frá hverjum og einum en ég myndi segja að Zlatan væri í miklu uppáhaldi. Hann er flottur og með flott hugarfar,“ sagði Ólöf. Alls hefur Ólöf skorað átján mörk í 39 leikjum í efstu deild.vísir/hulda margrét En eru svipaðir stælar í henni og Svíanum? „Jaa, ég er ekkert að sýna það of mikið. Hann er kannski með aðeins meiri stæla en ég. Ég tek bara það góða úr Zlatan og geri það að mínu,“ sagði Ólöf að endingu. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst stolt, mjög þakklát fyrir tækifærið og þetta er ógeðslega mikill heiður að vera kölluð upp í svona sterkt og gott landslið,“ sagði Ólöf í samtali við Vísi. Hún var nokkuð vongóð um að vera valin í landsliðið. „Þetta kom mér alveg á óvart en ég átti alveg von á þessu. Þetta er búið að vera markmið hjá mér og draumur síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að hann sé að rætast,“ sagði Ólöf. Ólöf hefur verið rjúkandi heit í vetur og skorað tíu mörk í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu.vísir/hulda margrét Hún þetta ekki beint fyrir þegar hún fylgdist með Evrópumótinu síðasta sumar í sjónvarpinu, að hún yrði í landsliðinu rúmu hálfu ári seinna, enda glímdi hún við erfið meiðsli þá. Betri eftir meiðslin „Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég bjóst ekkert við því að komast inn í hópinn svona snemma, líka bara eftir meiðslin mín. Mér finnst ég hafa stigið vel upp úr þeim meiðslum. Mér finnst ég hafa komið sterkari til baka, bæði líkamlega og andlega. Ég held ég sé mjög tilbúin fyrir þetta,“ sagði Ólöf. Henni finnst hún vera búin að endurheimta fyrri styrk eftir meiðslin. Ólöf hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað ellefu mörk.vísir/hulda margrét „Já, 99 prósent. Það er alltaf eitt prósent. Ég er á góðu róli og finn það alveg. Hnéð er að verða eins og það varð áður, jafnvel betra. Mér finnst þessi meiðsli hafa gert mig að betri leikmanni,“ sagði Ólöf. Hún er uppalin í Val en var lánuð til ÍA og svo til Þróttar. Hún fann sig vel hjá Laugardalsliðinu og skoraði samtals tólf deildarmörk fyrir það 2020 og 2021. Ólöf gekk svo alfarið í raðir Þróttar í fyrra. Á síðasta tímabili spilaði hún aðeins átta deildarleiki vegna meiðsla og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún segir að félagaskiptin til Þróttar hafi verið heillaskref. Klippa: Viðtal við Ólöfu Sigríði „Allavega mig og Þrótt. Mér líður allavega ótrúlega vel hérna. Við erum á mikilli uppleið og það er gaman að vera partur af því,“ sagði Ólöf. Stefna á toppinn Hún lýgur engu um uppganginn í Þrótti. Liðið vann sér sæti í efstu deild 2019 og endaði í 5. sæti sem nýliði 2020. Tímabilið á eftir var svo það besta í sögu Þróttar. Liðið endaði í 3. sæti og komst í bikarúrslit. Í fyrra urðu Þróttarar svo í 4. sæti. „Að gera betur en seinast. Það er alltaf markmiðið,“ sagði Ólöf aðspurð hvert næsta skref Þróttara yrði. Að hennar mati er Þróttur með lið sem getur blandað sér í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Þróttur hefur endað í efri hluta efstu deildar þrjú tímabil í röð.vísir/hulda margrét „Algjörlega. Við erum enn ungar. Við erum búnar að vera með ungt lið í fjögur ár en erum búnar að þroskast og dafna svo mikið. Það er alltaf sami kjarninn. Ég held við eigum mjög góða möguleika í allt í sumar.“ Ótrúlega gaman að spila með henni Í vetur hefur Þróttur endurheimt Katie Cousins sem var einn albesti leikmaður efstu deildar 2021. „Allir sem koma inn í liðið gefa okkur aukakraft og Katie Cousins er frábær. Það er ótrúlega gaman að spila með henni og ég get ekki beðið eftir því að fá hana aftur,“ sagði Ólöf. Tekur það góða frá öðrum Ekki stóð á svari er hún var spurð hvaða framherja hún liti helst upp til. „Mjög margir. Maður tekur það besta frá hverjum og einum en ég myndi segja að Zlatan væri í miklu uppáhaldi. Hann er flottur og með flott hugarfar,“ sagði Ólöf. Alls hefur Ólöf skorað átján mörk í 39 leikjum í efstu deild.vísir/hulda margrét En eru svipaðir stælar í henni og Svíanum? „Jaa, ég er ekkert að sýna það of mikið. Hann er kannski með aðeins meiri stæla en ég. Ég tek bara það góða úr Zlatan og geri það að mínu,“ sagði Ólöf að endingu.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira