Gerrard yrði loksins enskur meistari ef enska deildin færi ítölsku leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2023 12:30 Steven Gerrard fagnar marki með Liverpool en hann lék 504 deildarleiki og samtals í sautján ár með félaginu án þess að verða enskur meistari. Getty/Shaun Botterill Á Ítalíu hafa félögin misst titlana sína þegar þau hafa brotið reglur með gróflegum hætti. Nú standa öll spjót að Manchester City eftir harðorða yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Enska úrvalsdeildin sakar ensku meistara síðustu tveggja ára um að brjóta fjárhagsreglur ítrekað yfir níu ára tímabil. Manchester City heldur fram sakleysi sínu og segir hlakka til þess að geta sannað sakleysi sitt. Enska úrvalsdeildin sendi hins vegar frá sér þessa tímamóta yfirlýsingu í gær þar sem hún telur til yfir hundrað brot á rekstrarreglum deildarinnar. Þetta eru ítrekuð brot og yfir mjög langan tíma. Verði City dæmt hafa brotið þessar reglur er von á hörðum refsingum. No I don t . I just asked as I am confused !! https://t.co/PejMfWWamc— Lucas Leiva (@LucasLeiva87) February 6, 2023 Það er öllum ljóst að City þarf að sanna sakleysi sitt í þessu máli og félagið getur ekki áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins eins og þegar félagið slapp við tveggja ára bann UEFA vegna brota á rekstrarreglum Knattspyrnusambands Evrópu. Manchester City hefur hins vegar ekki verið dæmt í neinu af þessum málum heldur er eru aðeins um ákærur að ræða. Sérstök sjálfstæð nefnd mun fara yfir kærurnar og gefur Manchester City gott tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt. Margar refsingar koma aftur á móti til greina verði City dæmt að hafa brotið af sér í þessum fjölmörgu málum. Félagið gæti fengið peningasekt, það gæti misst stig og jafnvel verið dæmt niður um deild. Ólíklegast er kannski að City myndi missa eitthvað af þeim titlum sem liðið vann á þessu tímabili. Það er þó ekki hægt að útiloka neitt færi menn sönnur fyrir mjög alvarlegum brotum. Hér fyrir neðan má því sjá hvaða félög fengju sex meistaratitla City á síðustu árum ef þeir væru teknir af félaginu. Manchester United og Liverpool myndu heldur betur bæta við sig titlum. Liverpool fengi meðal annars 2014 titilinn sem liðið klúðraði á svo ógleymanlegan hátt. Það þýddi að Steven Gerrard sem flaug svo eftirminnilega á hausinn yrði loksins enskur meistari. Margir hafa strítt honum og Liverpool stuðningmönnum á því að einn allra besti leikmaðurinn i sögu félagsins hafi aldrei unnið enska meistaratitilinn. Kannski gæti þetta dómsmál gegn Manchester City breytt því. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Sjá meira
Enska úrvalsdeildin sakar ensku meistara síðustu tveggja ára um að brjóta fjárhagsreglur ítrekað yfir níu ára tímabil. Manchester City heldur fram sakleysi sínu og segir hlakka til þess að geta sannað sakleysi sitt. Enska úrvalsdeildin sendi hins vegar frá sér þessa tímamóta yfirlýsingu í gær þar sem hún telur til yfir hundrað brot á rekstrarreglum deildarinnar. Þetta eru ítrekuð brot og yfir mjög langan tíma. Verði City dæmt hafa brotið þessar reglur er von á hörðum refsingum. No I don t . I just asked as I am confused !! https://t.co/PejMfWWamc— Lucas Leiva (@LucasLeiva87) February 6, 2023 Það er öllum ljóst að City þarf að sanna sakleysi sitt í þessu máli og félagið getur ekki áfrýjað til Alþjóða íþróttadómstólsins eins og þegar félagið slapp við tveggja ára bann UEFA vegna brota á rekstrarreglum Knattspyrnusambands Evrópu. Manchester City hefur hins vegar ekki verið dæmt í neinu af þessum málum heldur er eru aðeins um ákærur að ræða. Sérstök sjálfstæð nefnd mun fara yfir kærurnar og gefur Manchester City gott tækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt. Margar refsingar koma aftur á móti til greina verði City dæmt að hafa brotið af sér í þessum fjölmörgu málum. Félagið gæti fengið peningasekt, það gæti misst stig og jafnvel verið dæmt niður um deild. Ólíklegast er kannski að City myndi missa eitthvað af þeim titlum sem liðið vann á þessu tímabili. Það er þó ekki hægt að útiloka neitt færi menn sönnur fyrir mjög alvarlegum brotum. Hér fyrir neðan má því sjá hvaða félög fengju sex meistaratitla City á síðustu árum ef þeir væru teknir af félaginu. Manchester United og Liverpool myndu heldur betur bæta við sig titlum. Liverpool fengi meðal annars 2014 titilinn sem liðið klúðraði á svo ógleymanlegan hátt. Það þýddi að Steven Gerrard sem flaug svo eftirminnilega á hausinn yrði loksins enskur meistari. Margir hafa strítt honum og Liverpool stuðningmönnum á því að einn allra besti leikmaðurinn i sögu félagsins hafi aldrei unnið enska meistaratitilinn. Kannski gæti þetta dómsmál gegn Manchester City breytt því. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Sjá meira