„Vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 07:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á að baki 96 A-landsleiki og gæti náð hundrað leikja markinu í april. Hún er í landsliðshópnum sem spilar þrjá leiki á æfingamóti á Spáni síðar í þessum mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fötluð börn á Íslandi geta nú æft fótbolta undir handleiðslu landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og ólympíumeistarans Erin McLeod en hjónin, og nýjustu leikmenn Stjörnunnar, hafa tekið að sér þjálfun hjá Öspinni. Gunnhildur og Erin eru nýfluttar til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem þær spiluðu saman með liði Orlando Pride, og gengu báðar til liðs við Stjörnuna en þar hóf Gunnhildur sinn meistaraflokksferil. Í færslu á Facebook greinir Gunnhildur frá því að þær Erin séu auk þess farnar að þjálfa fótbolta hjá Öspinni og hvetji sem flesta til þess að mæta, enda sé fótbolti liðsíþrótt sem sé tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. BS-ritgerðin um íþróttir barna með sérþarfir Gunnhildur, sem er 34 ára, segist hafa starfað með börnum með sérþarfir um langt árabil, frá því áður en hún fór í atvinnumennsku fyrir áratug síðan. „Þegar ég bjó á Íslandi byrjuðum við mamma mín með fótboltanámskeið sem hét „Fótbolti fyrir alla“, sem var þá námskeið fyrir börn með sérþarfir. Síðan þá hef ég alltaf unnið með börnum með sérþarfir. Ég skrifaði BS-ritgerðina mína um íþróttaiðkun barna með sérþarfir, þjálfaði lið í Orlando fyrir börn með einhverfu og var sendiherra fyrir „special olympics“ í Flórída,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram. Ég er mikil baráttukona fyrir því að allir eigi rétt á að stunda íþróttir og þá líka þá íþrótt sem hentar þeim.“ Æfingar hjá Öspinni eru fyrir alla aldurshópa, stelpur og stráka, í Sjálandsskóla í Garðabæ á miðvikudögum frá klukkan 18-19. Skráning er á ospin.is. Málefni fatlaðs fólks Fótbolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Gunnhildur og Erin eru nýfluttar til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem þær spiluðu saman með liði Orlando Pride, og gengu báðar til liðs við Stjörnuna en þar hóf Gunnhildur sinn meistaraflokksferil. Í færslu á Facebook greinir Gunnhildur frá því að þær Erin séu auk þess farnar að þjálfa fótbolta hjá Öspinni og hvetji sem flesta til þess að mæta, enda sé fótbolti liðsíþrótt sem sé tilvalin fyrir iðkendur á öllum aldri óháð fötlun. BS-ritgerðin um íþróttir barna með sérþarfir Gunnhildur, sem er 34 ára, segist hafa starfað með börnum með sérþarfir um langt árabil, frá því áður en hún fór í atvinnumennsku fyrir áratug síðan. „Þegar ég bjó á Íslandi byrjuðum við mamma mín með fótboltanámskeið sem hét „Fótbolti fyrir alla“, sem var þá námskeið fyrir börn með sérþarfir. Síðan þá hef ég alltaf unnið með börnum með sérþarfir. Ég skrifaði BS-ritgerðina mína um íþróttaiðkun barna með sérþarfir, þjálfaði lið í Orlando fyrir börn með einhverfu og var sendiherra fyrir „special olympics“ í Flórída,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vissi að þegar ég kæmi til Íslands vildi ég halda þessu starfi áfram. Ég er mikil baráttukona fyrir því að allir eigi rétt á að stunda íþróttir og þá líka þá íþrótt sem hentar þeim.“ Æfingar hjá Öspinni eru fyrir alla aldurshópa, stelpur og stráka, í Sjálandsskóla í Garðabæ á miðvikudögum frá klukkan 18-19. Skráning er á ospin.is.
Málefni fatlaðs fólks Fótbolti Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira