Kynntist eiginmanninum átján ára og er að springa úr þakklæti Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 17:01 Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson eru orðin hjón. Instagram Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í markaðssetningu hjá Digido gengu í það heilaga á föstudaginn. Birna greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og um leið ástæðunni fyrir því að hún valdi að giftast Ebba sínum. Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“ segir Birna Rún sem er verðlaunuð leikkona. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ segir Birna Rún á heiðarlegum nótum um sinn heittelskaða. Lífið ekki eintóm hamingja frekar en ástin „Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég.“ Birna ávarpar sinn heittelskaða og segir að fyrir sér sé það hamingja að vilja vaxa stöðugt og vera á ferðalagi. „Elsku Ebbi, með þér fæ ég að vera allt sem ég er og þú allt sem þú ert. Lífið er ekki eintóm hamingja og það er ástin ekki heldur. Það væri wierd,“ segir Birna Rún. Þá staldrar hún við hvað ástin sé. „Ástin fyrir mér er að upplifa vaxtarverkina saman. Að fá plássið, knúsið, fyrirgefninguna og innblásturinn. Virðinguna fyrir því að við erum líka einstaklingar. Þú gefur mér það stöðugt, og ég þér.“ Birna Rúnar segir að fyrir henni sé hjónaband praktísk ákvörðun, sem henti fólki sem tekst vel að þroskast saman og elskar að skapa sameiginlegt líf. „Fólki sem treystir því að það týni ekki sjálfu sér heldur fái að halda áfram að lifa alla sína liti. Fyrir fegurðina, rómantíkina og erfðaskrána. Þetta helst víst allt í hendur. Yin & Yang,“ segir Birna Rún, þakklát fyrir að hafa kynnst eiginmanni sínum og sigrað öldurnar með honum. „Ég og þú, yin og yang, lifandi ferðalag. Það er ekkert betra“ Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“ segir Birna Rún sem er verðlaunuð leikkona. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ segir Birna Rún á heiðarlegum nótum um sinn heittelskaða. Lífið ekki eintóm hamingja frekar en ástin „Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég.“ Birna ávarpar sinn heittelskaða og segir að fyrir sér sé það hamingja að vilja vaxa stöðugt og vera á ferðalagi. „Elsku Ebbi, með þér fæ ég að vera allt sem ég er og þú allt sem þú ert. Lífið er ekki eintóm hamingja og það er ástin ekki heldur. Það væri wierd,“ segir Birna Rún. Þá staldrar hún við hvað ástin sé. „Ástin fyrir mér er að upplifa vaxtarverkina saman. Að fá plássið, knúsið, fyrirgefninguna og innblásturinn. Virðinguna fyrir því að við erum líka einstaklingar. Þú gefur mér það stöðugt, og ég þér.“ Birna Rúnar segir að fyrir henni sé hjónaband praktísk ákvörðun, sem henti fólki sem tekst vel að þroskast saman og elskar að skapa sameiginlegt líf. „Fólki sem treystir því að það týni ekki sjálfu sér heldur fái að halda áfram að lifa alla sína liti. Fyrir fegurðina, rómantíkina og erfðaskrána. Þetta helst víst allt í hendur. Yin & Yang,“ segir Birna Rún, þakklát fyrir að hafa kynnst eiginmanni sínum og sigrað öldurnar með honum. „Ég og þú, yin og yang, lifandi ferðalag. Það er ekkert betra“
Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira