Vogue Scandinavia fjallaði fyrst um málið. Mia er kærasta Romeo Beckham og tengdaforeldrar hennar eru David og Victoria Beckham. Hinn tvítugi Romeo er atvinnumaður í knattspyrnu og leikur með Miami í bandarísku úrvaldsdeildinni. Mia starfar sem fyrirsæta en hún er einnig tvítug að aldri.

Parið hafði verið saman í rúm þrjú ár þegar þau tilkynntu snemma á síðasta árin að þau væru hætt saman en örvar Amors hafa greinilega hitt í mark því þau byrjuðu aftur saman skömmu fyrir jól.
Mia hefur sést víða á tískuvikunni síðustu daga en hér fyrir neðan má sjá hana í samstarfshönnun Ganni og 66°Norður, sem fjallað var um á Lífinu fyrir helgi.
