Subway Körfuboltakvöld: Umræða um breytt fyrirkomulag Subway-deildar kvenna Smári Jökull Jónsson skrifar 4. febrúar 2023 10:31 Halldór Karl Þórsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru sérfræðingar í Subway Körfuboltakvöldi og ræddu tillögu að breytingu á fyrirkomulagi deildarinnar. Vísir Þátturinn Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á fimmtudag þar sem Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar fóru yfir tillögur sem liggja fyrir um breytt keppnisfyrirkomulag í Subway deild kvenna. Þau Pálína Gunnlaugsdóttir og Halldór Karl Þórsson voru gestir Harðar í þættinum á fimmtudag og auk þess að fara í saumana á leikjunum í síðustu umferð deildarinnar ræddu þau tillögu sem komin er fram um breytt keppnisfyrirkomulag í Subway deild kvenna. Eins og deildin er spiluð núna þá eru átta lið í deildinni þar sem fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppni og neðsta lið deildarinnar fellur í næst efstu deild. Nú liggja fyrir tillögur um breytt fyrirkomulag með það að markmiði að fjölga liðum og fjölga jöfnum leikjum en deildin í ár hefur nánast alveg verið tvískipt og töluvert um stóra sigra. Tíu liða deild og sex liða úrslitakeppni Halldór Karl kynnti tillögurnar sem hafa verið sendar út á öll félög sem eiga lið í efstu og næst efstu deild kvenna. „Fyrsta pælingin er að fjölga í deildinni og fá fleiri lið og fleiri stelpur til að spila í efstu deild og styrkja deildina. Við sjáum sérstaklega núna að hún er algjörlega tvískipt og þessi umferð núna er ótrúlega óspennandi,“ sagði Halldór sem þjálfaði kvennalið Fjölnis í fyrra og er núverandi þjálfari karlaliðs félagsins. „Við erum nokkrir þjálfarar búnir að móta þetta sem erum mikið inni í kvennaboltanum. Pælingin er að setja tíu lið í deildina, taka tvöfalda umferð og skipta þá yfir í A og B-deild,“ sagði Halldór en í kjölfar skiptingarinnar yrði leikin tvöföld umferð í hvorri deild. Klippa: Umræða um breytt fyrirkomulag í Subway-deild kvenna „Síðan er planið að fara í sex liða úrslitakeppni með „play-in“ fyrirkomulagi eins og í NBA-deildinni,“ bætti Halldór við en þar myndu öll fimm liðin í A-deild keppa ásamt efsta liði B-deildar. Pálína tók vel í breytingarnar og sagði gott að hafa að mörgu að keppa. „Þarna ertu með svo mörg lítil markmið á leiðinni. Byrjum á því að komast í 5.sætið, verum í efri hlutanum. Það eru svo margar vörður á leiðinni.“ Pálína rifjaði einnig upp að áður hefði verið reynt fyrirkomulag þar sem deildinni væri skipt í tvennt. Hörður og Pálína voru sammála um að lykilbreyting núna væri að efsta lið B-deildar færi í úrslitakeppni. Alla umræðu þeirra Harðar, Halldórs Karls og Pálínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Þau Pálína Gunnlaugsdóttir og Halldór Karl Þórsson voru gestir Harðar í þættinum á fimmtudag og auk þess að fara í saumana á leikjunum í síðustu umferð deildarinnar ræddu þau tillögu sem komin er fram um breytt keppnisfyrirkomulag í Subway deild kvenna. Eins og deildin er spiluð núna þá eru átta lið í deildinni þar sem fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppni og neðsta lið deildarinnar fellur í næst efstu deild. Nú liggja fyrir tillögur um breytt fyrirkomulag með það að markmiði að fjölga liðum og fjölga jöfnum leikjum en deildin í ár hefur nánast alveg verið tvískipt og töluvert um stóra sigra. Tíu liða deild og sex liða úrslitakeppni Halldór Karl kynnti tillögurnar sem hafa verið sendar út á öll félög sem eiga lið í efstu og næst efstu deild kvenna. „Fyrsta pælingin er að fjölga í deildinni og fá fleiri lið og fleiri stelpur til að spila í efstu deild og styrkja deildina. Við sjáum sérstaklega núna að hún er algjörlega tvískipt og þessi umferð núna er ótrúlega óspennandi,“ sagði Halldór sem þjálfaði kvennalið Fjölnis í fyrra og er núverandi þjálfari karlaliðs félagsins. „Við erum nokkrir þjálfarar búnir að móta þetta sem erum mikið inni í kvennaboltanum. Pælingin er að setja tíu lið í deildina, taka tvöfalda umferð og skipta þá yfir í A og B-deild,“ sagði Halldór en í kjölfar skiptingarinnar yrði leikin tvöföld umferð í hvorri deild. Klippa: Umræða um breytt fyrirkomulag í Subway-deild kvenna „Síðan er planið að fara í sex liða úrslitakeppni með „play-in“ fyrirkomulagi eins og í NBA-deildinni,“ bætti Halldór við en þar myndu öll fimm liðin í A-deild keppa ásamt efsta liði B-deildar. Pálína tók vel í breytingarnar og sagði gott að hafa að mörgu að keppa. „Þarna ertu með svo mörg lítil markmið á leiðinni. Byrjum á því að komast í 5.sætið, verum í efri hlutanum. Það eru svo margar vörður á leiðinni.“ Pálína rifjaði einnig upp að áður hefði verið reynt fyrirkomulag þar sem deildinni væri skipt í tvennt. Hörður og Pálína voru sammála um að lykilbreyting núna væri að efsta lið B-deildar færi í úrslitakeppni. Alla umræðu þeirra Harðar, Halldórs Karls og Pálínu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira