Lífið

Ozzy Osbourne hættur að túra í bili

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ozzy Osbourne getur ekki ferðast um Evrópu líkt og hann hafði stefnt á.
Ozzy Osbourne getur ekki ferðast um Evrópu líkt og hann hafði stefnt á. Getty/Scott Dudelson

Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019.

Frá þessu greinir Ozzy sjálfur á Twitter-síðu sinni. Þessi fyrrverandi söngvari Black Sabbath segir ákvörðunina vera mjög erfiða en þar sem hann er enn að jafna sig eftir að hafa slasast á hryggjarsúlunni við fall fyrir fjórum árum síðan. 

Hann segir rödd sína vera í fínu lagi og en eftir þrjár aðgerðir, stofnfrumumeðferðir og fjölda klukkutíma hjá sjúkraþjálfara sé líkaminn hans búinn á því. Því þarf hann að hætta að túra, að minnsta kosti í bili.

„Aldrei hefði ég trúað því að tónleikaferðalagatímabil lífs míns myndu enda svona. Teymið mitt er að vinna í því að finna leiðir fyrir mig að stíga á svið án þess að ferðast á milli borga og landa,“ segir í tilkynningu Ozzy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×