Tom Brady tilkynnir að hann sé hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 13:37 Tom Brady segist nú hafa spilað sinn síðasta NFL-leik á ferlinum. AP/Mark LoMoglio Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar og að flestra mati besti leikmaður sögunnar, tilkynnti í dag að hann sé hættur að spila. Vangaveltur voru uppi um framtíð Brady sem heldur upp á 46 ára afmælið sitt í haust. Hann tók af allan vafa með því að segja frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann sé hættur. Brady varð alls sjö sinnum NFL-meistari á ferlinum, oftar en allir aðrir, og spilað alls tíu Super Bowl leiki, ofar en allir aðrir. Hann á líka fjölmörg önnur NFL-met. Alls spilaði Brady 335 deildarleiki í NFL og kastaði í þeim fyrir 649 snertimörkum. Í viðbót spilaði hann 48 leiki í úrslitakeppninni og kastaði þar fyrir 88 snertimörkum til viðbótar. Brady spilaði sitt 23. og síðasta tímabil með Tampa Bay Buccaneers liðinu í vetur en liðið var slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrstu tuttugu tímabilin spilaði hann aftur á móti með New England Patriots liðinu þar sem hann varð sex sinnum NFL-meistari, fyrst 2002 og síðast 2019. Kannski taka einhverjir því með fyrirvara þegar að hann segist vera hættur því hann hætti við að hætta eftir síðasta tímabil og sú ákvörðun átti mikinn þátt í enda hjónaband hans. Brady segist í stuttri yfirlýsingu sinni á samfélagsmiðlum hafa tekið þá ákvörðun núna að segja frá þessu sjálfur eftir allt sem gekk á í fyrra. Hann sagði líka að núna væri hann endanlega hættur. Truly grateful on this day. Thank you pic.twitter.com/j2s2sezvSS— Tom Brady (@TomBrady) February 1, 2023 NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Vangaveltur voru uppi um framtíð Brady sem heldur upp á 46 ára afmælið sitt í haust. Hann tók af allan vafa með því að segja frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann sé hættur. Brady varð alls sjö sinnum NFL-meistari á ferlinum, oftar en allir aðrir, og spilað alls tíu Super Bowl leiki, ofar en allir aðrir. Hann á líka fjölmörg önnur NFL-met. Alls spilaði Brady 335 deildarleiki í NFL og kastaði í þeim fyrir 649 snertimörkum. Í viðbót spilaði hann 48 leiki í úrslitakeppninni og kastaði þar fyrir 88 snertimörkum til viðbótar. Brady spilaði sitt 23. og síðasta tímabil með Tampa Bay Buccaneers liðinu í vetur en liðið var slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrstu tuttugu tímabilin spilaði hann aftur á móti með New England Patriots liðinu þar sem hann varð sex sinnum NFL-meistari, fyrst 2002 og síðast 2019. Kannski taka einhverjir því með fyrirvara þegar að hann segist vera hættur því hann hætti við að hætta eftir síðasta tímabil og sú ákvörðun átti mikinn þátt í enda hjónaband hans. Brady segist í stuttri yfirlýsingu sinni á samfélagsmiðlum hafa tekið þá ákvörðun núna að segja frá þessu sjálfur eftir allt sem gekk á í fyrra. Hann sagði líka að núna væri hann endanlega hættur. Truly grateful on this day. Thank you pic.twitter.com/j2s2sezvSS— Tom Brady (@TomBrady) February 1, 2023
NFL Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira