Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2023 10:26 Aðalsteinn frændi gengur inn á fund með Sólveigu Önnu frænku og samninganefnd Eflingar. Vísir/Vilhelm Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stendur í ströngu í deilu sinni við Samtök atvinnulífsins og ekki síður ríkissáttasemjara. Eftir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni má segja að allt hafi orðið vitlaust. Sáttasemjari stefndi Eflingu til að fá félagatal stéttarfélagsins afhent í þeim tilgangi að láta atkvæðagreiðslu allra félagsmanna fara fram. Sólveig hefur krafist þess að Aðalsteinn stígi til hliðar úr deilunni enda hafi inngrip hans sýnt að hann ráði engan veginn við að miðla málum. Hann hafi með miðunartillögu sinni brotið lög vegna þess að hann ráðfærði sig ekki við Sólveigu Önnu í aðdragandanum. „Ríkissáttasemjari braut lög. Hann hefur eflaust talið, ásamt ráðgjöfum sínum og samverkafólki, að sökum þess að forysta Eflingar er „umdeild“ kæmist hann upp með það. En þar hafði hann rangt fyrir sér. Hann mun ekki komast upp með tilraun sína til að svipta Eflingu sjálfstæðum samningsrétti. Það mun aldrei gerast,“ sagði Sólveig á Facebook í gær. Frændi og frænka Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heldur því til haga í öllu þessu fjölmiðlafári að Sólveig og Aðalsteinn eru náskyld. Í annan og þriðja lið. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) voru langamma og langafi Aðalsteins en um leið amma og afi Sólveigar. Hann rekur frændsemina skilmerkilega á Facebook. Valgerður Árnadóttir, amma Aðalsteins, var systir Jóns Múla Árnasonar, föður Sólveigar Önnu. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Valgerður Árnadóttir (1918-1999) Margrét Valgerðardóttir, sjúkraliði í Reykjavík (1943) Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari (f. 1967) Árni Jónsson frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Jón Múli Árnason útvarpsþulur (1921-2002) Sólveig Anna Jónsdóttir (f. 1975) Óhætt er að segja að frændsemin þvælist ekki fyrir Sólveigu og Aðalsteini í deilu sinni þessi dægrin. Félagsmenn Eflingar eru á leið í verkfall á meðan tekist er um í deilunni bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölskyldumál Tengdar fréttir SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar stendur í ströngu í deilu sinni við Samtök atvinnulífsins og ekki síður ríkissáttasemjara. Eftir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilunni má segja að allt hafi orðið vitlaust. Sáttasemjari stefndi Eflingu til að fá félagatal stéttarfélagsins afhent í þeim tilgangi að láta atkvæðagreiðslu allra félagsmanna fara fram. Sólveig hefur krafist þess að Aðalsteinn stígi til hliðar úr deilunni enda hafi inngrip hans sýnt að hann ráði engan veginn við að miðla málum. Hann hafi með miðunartillögu sinni brotið lög vegna þess að hann ráðfærði sig ekki við Sólveigu Önnu í aðdragandanum. „Ríkissáttasemjari braut lög. Hann hefur eflaust talið, ásamt ráðgjöfum sínum og samverkafólki, að sökum þess að forysta Eflingar er „umdeild“ kæmist hann upp með það. En þar hafði hann rangt fyrir sér. Hann mun ekki komast upp með tilraun sína til að svipta Eflingu sjálfstæðum samningsrétti. Það mun aldrei gerast,“ sagði Sólveig á Facebook í gær. Frændi og frænka Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heldur því til haga í öllu þessu fjölmiðlafári að Sólveig og Aðalsteinn eru náskyld. Í annan og þriðja lið. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) voru langamma og langafi Aðalsteins en um leið amma og afi Sólveigar. Hann rekur frændsemina skilmerkilega á Facebook. Valgerður Árnadóttir, amma Aðalsteins, var systir Jóns Múla Árnasonar, föður Sólveigar Önnu. Árni Jónsson alþingismaður frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Valgerður Árnadóttir (1918-1999) Margrét Valgerðardóttir, sjúkraliði í Reykjavík (1943) Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari (f. 1967) Árni Jónsson frá Múla (1891-1947) og Ragnheiður Jónsdóttir (1892-1956) Jón Múli Árnason útvarpsþulur (1921-2002) Sólveig Anna Jónsdóttir (f. 1975) Óhætt er að segja að frændsemin þvælist ekki fyrir Sólveigu og Aðalsteini í deilu sinni þessi dægrin. Félagsmenn Eflingar eru á leið í verkfall á meðan tekist er um í deilunni bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölskyldumál Tengdar fréttir SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10
Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04