Sjáðu heitasta framherjann á Ítalíu minna vel á sig á móti Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 15:01 Victor Osimhen tók af sér grímuna þegar hann fagnaði marki sínu yrir Napoli á móti Roma á Diego Armando Maradona leikvanginum. AP/Alessandro Garofalo Napoli er á góðri leið að verða ítalskur meistari í fyrsta skiptið án hjálpar frá Diego heitnum Maradona. Napoli er nú með þrettán stiga forystu og fyrsti meistaratitilinn frá 1990 er í augsýn. Ástæðan er ekki síst mögnuð samvinna þeirra Khvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen í framlínunni. Kvaratskhelia, eða Kvaradona eins og sumir vilja kalla hann, er allt í öllu í sóknarleik liðsins og fremstur er síðan markaskorarinn Victor Osimhen sem er sá heitasti í ítölsku deildinni í dag. Osimhen hefur skorað fjórtán mörk í sextán deildarleikjum en þar af eru tólf mörk í ellefu leikjum síðan að hann kom aftur inn í liðið eftir meiðsli í september og október. Osimhen skoraði í fjórða leiknum í röð þegar Napoli vann 2-1 sigur á Roma um síðustu helgi. Markið sýndi styrk hans og snilli og um leið samvinnu hans við umræddan Kvaratskhelia. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum þar á meðal þetta magnaða mark kappans sem kom eftir sendingu frá Kvaradona sem var þarna að gefa sína áttundu stoðsendingu í deildinni í vetur. Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Roma Þetta var fjórtánda deildarmark Osimhen eins og áður sagði en hann er með tveggja marka forskot á Ademola Lookman hjá Atalanta og þriggja marka forskot á Lautaro Martinez hjá Inter í baráttunni um markakóngstitilinn. Osimhen er 24 ára Nígeríumaður sem kom til Napoli frá franska félaginu Lille í september 2020. Hann skoraði fjórtán mörk á 27 leikjum á síðasta tímabili og á fyrsta tímabili sínu með ítalska liðinu skoraði hann tíu mörk í 24 leikjum. Áður en hann kom til Napoli hafi hann skipt um lið þrjú sumur í röð, farið frá Wolfsburg í Þýskalandi, til Charleroi í Belgíu og loks til Lille í Frakklandi þar sem hann var með 13 mörk í 27 leikjum tímabilið 2019-20. Ítalski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
Napoli er nú með þrettán stiga forystu og fyrsti meistaratitilinn frá 1990 er í augsýn. Ástæðan er ekki síst mögnuð samvinna þeirra Khvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen í framlínunni. Kvaratskhelia, eða Kvaradona eins og sumir vilja kalla hann, er allt í öllu í sóknarleik liðsins og fremstur er síðan markaskorarinn Victor Osimhen sem er sá heitasti í ítölsku deildinni í dag. Osimhen hefur skorað fjórtán mörk í sextán deildarleikjum en þar af eru tólf mörk í ellefu leikjum síðan að hann kom aftur inn í liðið eftir meiðsli í september og október. Osimhen skoraði í fjórða leiknum í röð þegar Napoli vann 2-1 sigur á Roma um síðustu helgi. Markið sýndi styrk hans og snilli og um leið samvinnu hans við umræddan Kvaratskhelia. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum þar á meðal þetta magnaða mark kappans sem kom eftir sendingu frá Kvaradona sem var þarna að gefa sína áttundu stoðsendingu í deildinni í vetur. Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Roma Þetta var fjórtánda deildarmark Osimhen eins og áður sagði en hann er með tveggja marka forskot á Ademola Lookman hjá Atalanta og þriggja marka forskot á Lautaro Martinez hjá Inter í baráttunni um markakóngstitilinn. Osimhen er 24 ára Nígeríumaður sem kom til Napoli frá franska félaginu Lille í september 2020. Hann skoraði fjórtán mörk á 27 leikjum á síðasta tímabili og á fyrsta tímabili sínu með ítalska liðinu skoraði hann tíu mörk í 24 leikjum. Áður en hann kom til Napoli hafi hann skipt um lið þrjú sumur í röð, farið frá Wolfsburg í Þýskalandi, til Charleroi í Belgíu og loks til Lille í Frakklandi þar sem hann var með 13 mörk í 27 leikjum tímabilið 2019-20.
Ítalski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira