Punktur & basta: AC Milan í frjálsu falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 15:00 AC Milan leikmaðurinn Sandro Tonali er hér sparkaður niður á móti Sassuolo. AP/Antonio Calanni Punktur & basta fór yfir leiki helgarinnar í ítalska fótboltanum og þá sérstaklega óvæntan skell AC Milan liðsins. Ítölsku meistararnir í AC Milan eru að upplifa mjög erfiða tíma núna. AC Milan tapaði 2-5 á heimavelli á móti Sassuolo um helgina eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. AC Milan hefur aðeins náð í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og titildraumar liðsins hafa um leið orðið endanlega að engu. Internazionale, Lazio og Atalanta hafa líka öll komist upp fyrir AC Milan í síðustu umferðum. „Förum yfir í AC Milan og áhugaverðustu úrslit helgarinnar. Þeir mættu Sassuolo, sem hafa verið að daðra við falldrauginn eftir áramót og enda á því að fá fimm mörk í andlitið á heimavelli,“ sagði Þorgeir Logason. „Þessir síðustu sex leikir AC Milan. Þetta hefur ekki verið fallegt. Jafntefli á móti Roma, þar byrjar hrunið eftir að þeir fá á sig tvö mörk undir lokin. Tapa síðan fimm leikjum í röð og tapa öllum þessum bikurum frá sér,“ sagði Þorgeir. „Þeir eru ennþá með þennan rúmenska í markinu, Ciprian Tatarusanu, og það eru þvílík vonbrigði að AC Milan hafi ekki sótt sér markmann. Þetta gæti kostað þá Meistaradeildarsæti. Ég held að Mike Maignan eigi ekki að koma til baka fyrr en um miðjan febrúar,“ sagði Björn Már Ólafsson. „Hann er búinn að missa traust varnarmannanna og það er svo óþægilegt fyrir varnarmenn að vera spila fyrir framan markmann sem þeir treysta ekki. Það smitast inn í liðið en mér finnst vandamál AC Milan líka vera liðsandinn. Hungrið er ekki til staðar hjá AC Milan að sækja á þetta Napoli lið sem er einhvern veginn óstöðvandi. Að lenda í öðru sæti, sjö stigum á eftir Napoli, er ekki eitthvað sem þeir eru gíraðir í,“ sagði Björn Már. „Það lýsir sér í frammistöðu leikmanna. Þeir eru farnir að spila upp á sína eigin hæfileika og sem dæmi voru allir leikmenn AC Milan farnir að skjóta í seinni hálfleik,“ sagði Björn. „Stefano Pioli þjálfari talaði um það eftir leikinn á móti Sassuolo að þeir hafi brotnað á móti Roma. Mourinho bara braut hann. Þessi tvö mörk sem þeir fengu undir lokin þýðir að þeir hafi ekki verið þeir sömu og einhvern veginn er allur vindur farinn úr blöðrunni,“ sagði Árni Þórður Randversson. „Það er derby slagur næst hjá þeim en það er oft þannig á Ítalíu að það lið sem kemur í verra formi inn í derby slag og hefur engu að það tapa, það er oft liðið sem vinur slaginn,“ sagði Árni Þórður. Það má hlusta á frekari greiningu á AC Milan í þættinum sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Ítalski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
AC Milan tapaði 2-5 á heimavelli á móti Sassuolo um helgina eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. AC Milan hefur aðeins náð í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og titildraumar liðsins hafa um leið orðið endanlega að engu. Internazionale, Lazio og Atalanta hafa líka öll komist upp fyrir AC Milan í síðustu umferðum. „Förum yfir í AC Milan og áhugaverðustu úrslit helgarinnar. Þeir mættu Sassuolo, sem hafa verið að daðra við falldrauginn eftir áramót og enda á því að fá fimm mörk í andlitið á heimavelli,“ sagði Þorgeir Logason. „Þessir síðustu sex leikir AC Milan. Þetta hefur ekki verið fallegt. Jafntefli á móti Roma, þar byrjar hrunið eftir að þeir fá á sig tvö mörk undir lokin. Tapa síðan fimm leikjum í röð og tapa öllum þessum bikurum frá sér,“ sagði Þorgeir. „Þeir eru ennþá með þennan rúmenska í markinu, Ciprian Tatarusanu, og það eru þvílík vonbrigði að AC Milan hafi ekki sótt sér markmann. Þetta gæti kostað þá Meistaradeildarsæti. Ég held að Mike Maignan eigi ekki að koma til baka fyrr en um miðjan febrúar,“ sagði Björn Már Ólafsson. „Hann er búinn að missa traust varnarmannanna og það er svo óþægilegt fyrir varnarmenn að vera spila fyrir framan markmann sem þeir treysta ekki. Það smitast inn í liðið en mér finnst vandamál AC Milan líka vera liðsandinn. Hungrið er ekki til staðar hjá AC Milan að sækja á þetta Napoli lið sem er einhvern veginn óstöðvandi. Að lenda í öðru sæti, sjö stigum á eftir Napoli, er ekki eitthvað sem þeir eru gíraðir í,“ sagði Björn Már. „Það lýsir sér í frammistöðu leikmanna. Þeir eru farnir að spila upp á sína eigin hæfileika og sem dæmi voru allir leikmenn AC Milan farnir að skjóta í seinni hálfleik,“ sagði Björn. „Stefano Pioli þjálfari talaði um það eftir leikinn á móti Sassuolo að þeir hafi brotnað á móti Roma. Mourinho bara braut hann. Þessi tvö mörk sem þeir fengu undir lokin þýðir að þeir hafi ekki verið þeir sömu og einhvern veginn er allur vindur farinn úr blöðrunni,“ sagði Árni Þórður Randversson. „Það er derby slagur næst hjá þeim en það er oft þannig á Ítalíu að það lið sem kemur í verra formi inn í derby slag og hefur engu að það tapa, það er oft liðið sem vinur slaginn,“ sagði Árni Þórður. Það má hlusta á frekari greiningu á AC Milan í þættinum sem er aðgengilegur hér fyrir neðan.
Ítalski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira