Aké skaut Man City áfram í bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2023 22:10 Nathan Aké og Jack Grealish fagna sigurmarki kvöldsins. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Nathan Aké skoraði eina markið þegar Manchester City vann Arsenal 1-0 í fyrsta leik 4. umferðar ensku bikarkeppninnar. Aðeins einn leikur fór fram í kvöld og það var sannkallaður stórleikur. Topplið ensku úrvalsdeildarinnar heimsótti ríkjandi Englandsmeistara Manchester City. Bæði lið voru nokkuð breytt og lykilmenn hvíldir. Það sást en að sama skapi sást að bæði lið ætluðu sér ekki að gera nein mistök og bæði lið spiluðu skipulagaðan varnarleik. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik og var staðan markalaus þangað til á 64. mínútu leiksins. Heimsmeistarinn Julián Álvarez átti þá þrumuskot sem endaði í stönginni. Þaðan féll boltinn fyrir fætur Jack Grealish, vængmaðurinn sneri upp og niður með boltann áður en hann renndi boltanum út á varnarmanninn Aké sem skoraði með sínum verri hægri fæti. If at first, you don't succeed, try again #EmiratesFACup pic.twitter.com/v5PKOUrqSt— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2023 Það var eins og Aké hefði aldrei gert neitt annað en hann renndi boltanum hinn rólegasti í hornið fjær. Skytturnar gerðu breytingar og ógnuðu marki Man City töluvert undir lokin en tókst aldrei að galopna vörn heimaliðsins. Þegar flautað var til leiksloka var staðan enn 1-0 og Man City komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn Fótbolti
Nathan Aké skoraði eina markið þegar Manchester City vann Arsenal 1-0 í fyrsta leik 4. umferðar ensku bikarkeppninnar. Aðeins einn leikur fór fram í kvöld og það var sannkallaður stórleikur. Topplið ensku úrvalsdeildarinnar heimsótti ríkjandi Englandsmeistara Manchester City. Bæði lið voru nokkuð breytt og lykilmenn hvíldir. Það sást en að sama skapi sást að bæði lið ætluðu sér ekki að gera nein mistök og bæði lið spiluðu skipulagaðan varnarleik. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik og var staðan markalaus þangað til á 64. mínútu leiksins. Heimsmeistarinn Julián Álvarez átti þá þrumuskot sem endaði í stönginni. Þaðan féll boltinn fyrir fætur Jack Grealish, vængmaðurinn sneri upp og niður með boltann áður en hann renndi boltanum út á varnarmanninn Aké sem skoraði með sínum verri hægri fæti. If at first, you don't succeed, try again #EmiratesFACup pic.twitter.com/v5PKOUrqSt— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 27, 2023 Það var eins og Aké hefði aldrei gert neitt annað en hann renndi boltanum hinn rólegasti í hornið fjær. Skytturnar gerðu breytingar og ógnuðu marki Man City töluvert undir lokin en tókst aldrei að galopna vörn heimaliðsins. Þegar flautað var til leiksloka var staðan enn 1-0 og Man City komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti