Högnuhúsið í Brekkugerði fékk ótrúlega yfirhalningu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. janúar 2023 10:31 Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn til Birgis Arnar Brynjólfssonar, eiganda hins sögufræga Högnuhúss í Brekkugerði. Stöð 2 Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn til Birgis Arnar Brynjólfssonar sem keypti hið stórbrotna og sögufræga Högnuhús í Brekkugerði og hefur eytt síðustu tveimur árum í að gera það upp. Húsið er byggt í kringum árið 1960. Það þótti þó afar framúrstefnulegt á þeim tíma enda var Högna vel á undan sinni samtíð þegar kemur að arkítektúr. Inni í húsinu spilar sjónsteypa stórt hlutverk, eitthvað sem þekktist ekki í fullkláruðum húsum á þessum tíma en þykir afar smart í dag, um sextíu árum síðar. Í húsinu er jafnframt glæsileg innisundlaug, niðurgrafin setustofa og verönd á þakinu með útsýni í allar áttir. Hér er því um að ræða sannkallaða hönnunarparadís. Ekki hver sem er tilbúinn að hreyfa við svo sögulegu húsi „Ég elst upp í hverfinu og labbaði framhjá þessu húsi daglega á leiðinni í skólann. Ég hafði alltaf haft þá ranghugmynd að þetta væri drungalegt og scary hús en þegar maður kemur inn þá tekur við manni ævintýraheimur Högnu Sigurðardóttur,“ segir Birgir Örn sem keypti húsið fyrir um tveimur árum síðan. Þegar Birgir keypti húsið, hafði það verið á sölu í þónokkurn tíma. Einhverjir höfðu sýnt húsinu áhuga en það var ljóst að húsið þarfnaðist framkvæmda og enginn þorði að ráðast í það vandasama verk að hreyfa við svo sögulegu húsi. Klippa: Högnuhúsið í Brekkugerði fékk ótrúlega yfirhalningu Birgir keypti húsið árið 2021 og ákvað að ráða fagmenn í verkið. Um tíu hönnuðir komu til greina en að lokum voru það þau Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir hjá HAF Studio sem urðu fyrir valinu. „Það þarf að vanda til verka. Oft í svona verkefnum er það í rauninni erfiðara, heldur en að koma inn í auðan ramma, að passa upp á það sem vel hefur verið gert, en um leið að færa húsið inn í nútímann,“ segir Hafsteinn. Vildu virða tímann en ekki festast í gamalli sögu Til stóð að fara yfir allt húsið, endurnýja það sem þurfti að endurnýja og uppfæra húsið í takt við þarfir nútímafjölskyldunnar. Eldhúsið var til að mynda lokað af og því vildu þau breyta. „Auðvitað virðum við tímann og allt það en við verðum líka alltaf að passa okkur á því að það má ekki fara bara að búa til einhverja gamla sögu hérna. Við verðum að taka næstu skref og gera eitthvað nýtt um leið. Það er svona lykilatriði sem maður verður að hafa í huga með svona verkefni,“ segir Hafsteinn. Þegar Sindri heimsótti Birgi nú á dögunum var húsið fullklárað að mestu og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg. Heimsókn Hús og heimili Reykjavík Tengdar fréttir Sögufrægt hús eftir Högnu sett á sölu Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. 3. nóvember 2020 11:30 Falleg íslensk heimili: Innisundlaug og einstök hönnun í Brekkugerði Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið. 24. apríl 2017 10:30 Hönnunarparadís Nadiu: „Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili“ Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason heim til Nadiu Katrínar Banine, fasteignasala og innanhússhönnuðar. Nadia býr í sannkallaðri hönnunarparadís í Kópavoginum, ásamt eiginmanni sínum og dætrum. 19. janúar 2023 14:21 „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Húsið er byggt í kringum árið 1960. Það þótti þó afar framúrstefnulegt á þeim tíma enda var Högna vel á undan sinni samtíð þegar kemur að arkítektúr. Inni í húsinu spilar sjónsteypa stórt hlutverk, eitthvað sem þekktist ekki í fullkláruðum húsum á þessum tíma en þykir afar smart í dag, um sextíu árum síðar. Í húsinu er jafnframt glæsileg innisundlaug, niðurgrafin setustofa og verönd á þakinu með útsýni í allar áttir. Hér er því um að ræða sannkallaða hönnunarparadís. Ekki hver sem er tilbúinn að hreyfa við svo sögulegu húsi „Ég elst upp í hverfinu og labbaði framhjá þessu húsi daglega á leiðinni í skólann. Ég hafði alltaf haft þá ranghugmynd að þetta væri drungalegt og scary hús en þegar maður kemur inn þá tekur við manni ævintýraheimur Högnu Sigurðardóttur,“ segir Birgir Örn sem keypti húsið fyrir um tveimur árum síðan. Þegar Birgir keypti húsið, hafði það verið á sölu í þónokkurn tíma. Einhverjir höfðu sýnt húsinu áhuga en það var ljóst að húsið þarfnaðist framkvæmda og enginn þorði að ráðast í það vandasama verk að hreyfa við svo sögulegu húsi. Klippa: Högnuhúsið í Brekkugerði fékk ótrúlega yfirhalningu Birgir keypti húsið árið 2021 og ákvað að ráða fagmenn í verkið. Um tíu hönnuðir komu til greina en að lokum voru það þau Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir hjá HAF Studio sem urðu fyrir valinu. „Það þarf að vanda til verka. Oft í svona verkefnum er það í rauninni erfiðara, heldur en að koma inn í auðan ramma, að passa upp á það sem vel hefur verið gert, en um leið að færa húsið inn í nútímann,“ segir Hafsteinn. Vildu virða tímann en ekki festast í gamalli sögu Til stóð að fara yfir allt húsið, endurnýja það sem þurfti að endurnýja og uppfæra húsið í takt við þarfir nútímafjölskyldunnar. Eldhúsið var til að mynda lokað af og því vildu þau breyta. „Auðvitað virðum við tímann og allt það en við verðum líka alltaf að passa okkur á því að það má ekki fara bara að búa til einhverja gamla sögu hérna. Við verðum að taka næstu skref og gera eitthvað nýtt um leið. Það er svona lykilatriði sem maður verður að hafa í huga með svona verkefni,“ segir Hafsteinn. Þegar Sindri heimsótti Birgi nú á dögunum var húsið fullklárað að mestu og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg.
Heimsókn Hús og heimili Reykjavík Tengdar fréttir Sögufrægt hús eftir Högnu sett á sölu Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. 3. nóvember 2020 11:30 Falleg íslensk heimili: Innisundlaug og einstök hönnun í Brekkugerði Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið. 24. apríl 2017 10:30 Hönnunarparadís Nadiu: „Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili“ Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason heim til Nadiu Katrínar Banine, fasteignasala og innanhússhönnuðar. Nadia býr í sannkallaðri hönnunarparadís í Kópavoginum, ásamt eiginmanni sínum og dætrum. 19. janúar 2023 14:21 „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Sögufrægt hús eftir Högnu sett á sölu Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. 3. nóvember 2020 11:30
Falleg íslensk heimili: Innisundlaug og einstök hönnun í Brekkugerði Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið. 24. apríl 2017 10:30
Hönnunarparadís Nadiu: „Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili“ Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason heim til Nadiu Katrínar Banine, fasteignasala og innanhússhönnuðar. Nadia býr í sannkallaðri hönnunarparadís í Kópavoginum, ásamt eiginmanni sínum og dætrum. 19. janúar 2023 14:21
„Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58