Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2023 08:10 Santos ásamt öðrum umdeildum þingmanni Repúblikanaflokksins, Marjorie Taylor Greene. epa/Shawn Thew Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. Demókratarnir, Joe Morelle og Gregory Meeks, segir þjóðaröryggi Bandaríkjanna mögulega í húfi. Santos hefur, eins og þekkt er orðið, gerst uppvís að því að skálda ferilskrá sína og lífshlaup en hefur engu að síður tekið sæti á þinginu og meira að segja verið skipaður í þingnefndir. Morelle og Meeks segja í áskorun sinni til McCarthy að Santos hafi brugðist trausti almennings við mörg tilefni og að aðgengi hans að ríkisleyndarmálum feli í sér töluverða áhættu með tilliti til þjóðaröryggishagsmuna. Þingmennirnir vilja ekki bara takmarka aðgengi Santos að gögnum heldur einnig að fundum þar sem öryggismál eru til umræðu. McCarthy hefur þegar sagt að hann hyggist ekki grípa til aðgerða gegn Santos, enn sem komið er. Þess ber að geta að til þess að ná loks meirihluta í 15. umferð atkvæðagreiðslunnar um þingforseta, samþykkti McCarthy þá reglubreytingu sem nú hefur gengið í gegn að það þarf aðeins einn þingmann til að kalla eftir atkvæðagreiðslu um afsögn þingforseta. McCarthy á þannig mikið undir því að halda flokkssystkinum sínum ánægðum. Komið hefur í ljós að Santos, 34 ára, sætir rannsóknum á öllum stigum bandaríska stjórnkerfisins og í Brasilíu, þar sem hann liggur undir grun um að hafa notað stolna tékka. Þá var hann þekktur sem Anthony Devolder um tíma og hefur orðið uppvís að furðulegum lygum, til dæmis að hafa átt að birtast í Vogue. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Demókratarnir, Joe Morelle og Gregory Meeks, segir þjóðaröryggi Bandaríkjanna mögulega í húfi. Santos hefur, eins og þekkt er orðið, gerst uppvís að því að skálda ferilskrá sína og lífshlaup en hefur engu að síður tekið sæti á þinginu og meira að segja verið skipaður í þingnefndir. Morelle og Meeks segja í áskorun sinni til McCarthy að Santos hafi brugðist trausti almennings við mörg tilefni og að aðgengi hans að ríkisleyndarmálum feli í sér töluverða áhættu með tilliti til þjóðaröryggishagsmuna. Þingmennirnir vilja ekki bara takmarka aðgengi Santos að gögnum heldur einnig að fundum þar sem öryggismál eru til umræðu. McCarthy hefur þegar sagt að hann hyggist ekki grípa til aðgerða gegn Santos, enn sem komið er. Þess ber að geta að til þess að ná loks meirihluta í 15. umferð atkvæðagreiðslunnar um þingforseta, samþykkti McCarthy þá reglubreytingu sem nú hefur gengið í gegn að það þarf aðeins einn þingmann til að kalla eftir atkvæðagreiðslu um afsögn þingforseta. McCarthy á þannig mikið undir því að halda flokkssystkinum sínum ánægðum. Komið hefur í ljós að Santos, 34 ára, sætir rannsóknum á öllum stigum bandaríska stjórnkerfisins og í Brasilíu, þar sem hann liggur undir grun um að hafa notað stolna tékka. Þá var hann þekktur sem Anthony Devolder um tíma og hefur orðið uppvís að furðulegum lygum, til dæmis að hafa átt að birtast í Vogue.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira